,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 8. janúar 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF3GW, TF3DC, TF8HP og TF3GB.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Fjaraðgangsmál

Stjórn félagsins lýsir ánægju sinni með niðurstöðuna í fjaraðgangsmálinu, þeim hluta er varðar þá sem hafa íslenskt leyfi.

2. Námskeiðisgjald

Samþykkt að þeir nemendur, sem gerðust félagar í ÍRA við innritun, fengju 25% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

3. Afmælisnefnd

Samþykkt að falast eftir TF3JB sem formanni afmælisnefndar og hann veldi með sér þá sem hann óskaði. Rætt um frímerkjaútgáfu í þessu sambandi.

4. Vetrardagskrá og erindi

Vetrardagskrá og mögulegt fimmtudagserindi TF3SG í febrúar um fjarstýringu senda.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + two =