,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur nr. 9, 30.10.2014 kl. 18.00

Mættir: TF3GW, TF3GB, TF3DC.

  1. Rædd fyrirspurn um fjarstýringu á klúbbstöðinni. Niðurstaðan varð sú að ekki sé rétt að leyfa fjarstýringu klúbbstöðvarinnar, ma. vegna þess að miðað við fyrri tilraunir hjá öðrum, þyrfti mann til að vakta sjakkinn. Einnig væri óvíst hver hinn raunverulegi „operator“ væri hverju sinni. Þá er ástand klúbbstöðvarinnar ekki gott og talsverð vinna framundan við viðgerðir og endurskipulagningu, sem kosta munu talsverða fjármuni. Væri stöðin í lagi og fjarstýring leyfð, myndi kostnaður vafalaust falla á félagið ef tjón hlytist af svona starfrækslu, nokkuð sem félagið má ekki við.
  2. Vetrardagskrá rædd. 6. eða 13.11. verði kynning TF3KB og TF3DX á NRAU og IARU fundunum. Desember sé ekki vel fallinn til fimmtudagserinda vegna anna hjá félagsmönnum og stjórn. Áætlað kynningarkvöld vegna námskeiðs um miðjan janúar. Tekinn var saman listi yfir hugsanlega kennara og umræða um námsefni. Gjaldkera falið að kaupa eintak af nýja norska námsefninu og athuga námsefni á hinum Norðurlöndunum.
  3. Á að kaupa nýjan rótor ? Ekki talin þörf á að gera það í bili.
  4. Fundi slitið kl. 20.00.

 

TF3GB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 5 =