,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. mars 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF8HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, og TF3GB.

Gestur: TF3JA

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Félagsstöðin

Rætt hefur verið að undanförnu að Yaesu-stöð félagsins sé ekki í lagi og af og til sé „splatter“ frá henni. Komið hefur fram sú hugmynd að það sé tímabært að senda stöðina, t.d. til Bretlands í alsherjar yfirferð og stillingu á viðurkenndu Yaesu-verkstæði. Þar sem slíkt kostar töluvert, kom sú hugmynd fram að bíða með þetta þangað til Fritzel-netið væri komið upp og gera þá prófanir, ef ske kynni að meint bilun ætti rætur í útlifuðu loftneti (SteppIr greiðan). Gamli magnarinn átti það líka til að vera svolítið rámur ef ekki var farið rétt að honum.

2. Framtíð ÍRA

Þá var umræða um ÍRA til framtíðar, m.a. námsefni, félagsgjöld, prófin og hvernig ná megi betur  til ungs fólks og kynna því þetta tómstundagaman og tækifæri til sjálfsmenntunar

3. Vefsíða

Umræða um hýsingu á vefsíðu félagsins og í framhaldi af því var TF3JA falið að kanna verð og skilmála á nýrri hýsingu.

4. CQ TF

Þá var umræða um útgáfu CQ-TF og í framhaldi af því var TF3JA falið að ritstýra næsta tölublaði.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 20 =