KiwiSDR viðtækin að Galtastöðum í Flóa og í Perlunni í Reykjavík eru virk. Einnig viðtækið á Raufarhöfn, en truflanir hrjá móttökuna þar. Viðtækin á Bjargtöngum úti. Unnið er að lausn.

Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR 10 kHz – 30 MHz: http://floi.utvarp.com/
Perlan.  Airspy R2 SDR – 24 MHz til 1800 MHz. http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn. KiwiSDR 10 kHz – 30 MHz:  http://raufarhofn.utvarp.com
Bjargtangar. KiwiSDR 10 Khz – 30 MHz: http://bjarg.utvarp.com

Stjórn ÍRA.

KiwiSDR viðtækið að Galtastöðum notar loftnet eins og það sem sýnt er á myndinni.

Rafmagnsleysi hrjáir enn VHF/UHF endurvarpana í Bláfjöllum. Unnið er að lausn.

TF1RPB (145.650 MHz).
TF3RPI (439.950 MHz).
TF3RPL (1297.000 MHz).

Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru QRV og í góðu lagi:

TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta.
TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland.
TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.

Radíóvitarnir á 4 og 6 metrum eru ennfremur QRV og í góðu lagi:

TF1VHF (70.057 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF1VHF (50.457 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.

Stjórn ÍRA.

Endurvarparnir hafa aðsetur í þessu húsi í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. mars til 5. apríl.

Alls fengu 20 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT8, RTTY (fjarritun),  tali (SSB) og morsi (CW) á 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40, 80 og 160 metrum.

Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund útgeislunar og band/bönd:

TF1A                      FT8 og SSB á 15 og 80 metrum.
TF1EIN                  FT8 á 15 metrum.
TF1EM                  FT8 og SSB á 10, 12, 17, 20, 30 og 160 metrum.
TF2LL                     SSB á 12 og 160 metrum.
TF2MSN               FT8 og SSB á 10, 15, 80 og 160 metrum.
TF3AO                   RTTY á 20 metrum.
TF3DT                    FT8 á 10 metrum.
TF3GZ                   SSB á 160 metrum.
TF3IG                    SSB á 160 metrum.
TF3JB                     CW á 20 metrum.
TF3MH                  FT8 á 10, 17 og 20 metrum.
TF3PPN                 RTTY á 20 metrum.
TF3SG                   CW á 15 metrum.
TF3T                       SSB á 15 metrum.
TF3VE                    FT8 á 12 og 17 metrum.
TF3VP                   SSB á 80 og 160 metrum.
TF3WO                 SSB á 80 metrum.
TF3XO                   SSB á 20 metrum.
TF5B                      FT8 á 12, 20 og 40 metrum.
TF8KY                    SSB á 15 metrum.

Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.

Stjórn ÍRA.

Mathías Hagvaag TF3MH var virkur í vikunni á FT8 á 10, 17 og 20 metrum. Myndin er af fjarskiptaaðstöðu hans í Reykjavík.  Ljósmynd: TF3MH.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. apríl kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti.

Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri verður búinn að flokka kortasendingar. Lavazza kaffi á könnunni.

Þetta er síðasta opnunarkvöld fyrir páska. Félagsaðstaðan verður næst opin 28. apríl.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Töluvert er af áhugaverður radíódóti í boði sem barst nýlega til félagsins. Ljósmynd: TF3JB.

Úrslit liggja fyrir í CQ World Wide DX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. október í fyrra (2021). Keppnisgögn voru send inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 keppnisflokkum, þar af voru 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Niðurstöður eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins.

Úrslit í hverjum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl:
TF2LL – E=45 / H=141.
TF8KY – E=148 / H=145.
TF2CT – E=253 / H=710.

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð:
TF3T – E=32 / H=82.

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl:
TF2MSN – E=96 / H=186.
TF3VS – E=714 / H=1282.

Einmenningsflokkur, 10M, háafl, aðstoð:
TF3AO – E=59 / H=96.

Einmenningsflokkur, 15M, lágafl, aðstoð:
TF3DC – E=42 / H=88.

Einmenningsflokkur, 20M, lágafl, aðstoð:
TF3JB – E=59 / H=89.

Viðmiðunardagbækur (e. check-log):
TF3IRA, TF3SG.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqww.com/

Úrslit liggja fyrir í CQ World Wide DX SSB keppninni sem fram fór 30.-31. október í fyrra (2021). Keppnisgögn voru send inn fyrir 11 TF kallmerki í 6 keppnisflokkum, þar af voru 2 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Niðurstöður eru birtar í maíhefti CQ tímaritsins.

Úrslit í hverjum keppnisflokki eru eftirfarandi; yfir Evrópu (E) og yfir heiminn (H):

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl:
TF2LL – E=45 / H=141.
TF8KY – E=148 / H=145.
TF2CT – E=253 / H=710.

Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð:
TF3T – E=32 / H=82.

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl:
TF2MSN – E=96 / H=186.
TF3VS – E=714 / H=1282.

Einmenningsflokkur, 10M, háafl, aðstoð:
TF3AO – E=59 / H=96.

Einmenningsflokkur, 15M, lágafl, aðstoð:
TF3DC – E=42 / H=88.

Einmenningsflokkur, 20M, lágafl, aðstoð:
TF3JB – E=59 / H=89.

Viðmiðunardagbækur (e. check-log):
TF3IRA, TF3SG.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqww.com/

Ágætu félagsmenn!

Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar, CQ TF. 2. tbl. 2022 sem kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni í dag, 3. apríl 2022.

73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF

Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/04/CQTF-2022-2.pdf

Drifið var í því að mála langa bárujárnsgrindverkið við húsið í Skeljanesi föstudaginn 1. apríl.

Veggjakrotið er fyrr á ferðinni í ár að sögn Baldvins Þórarinssonar, TF3-Ø33 sem hefur fylgst með umhverfinu hjá okkur og séð um að mála yfir ósómann.

Baldi átti ekki heimangengt í dag, en var með í ráðum þegar 2 hressir félagar mættu á staðinn síðdegis og unnu gott verk, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Bestu þakkir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 1.4.2022 kl. 15:00. Bárujárnsveggurinn áður en hafist var handa við yfirmálun.
Skeljanesi 1.4.2022 kl. 18:00 og verkefninu lokið. Sólin farin að skína og mun snyrtilegra að líta yfir vegginn. Ljósmyndir: TF3JB.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ sem var í stuttri heimsókn á landinu.

Mikið var rætt um keppnir, leiðir til að ná bættum árangri og um DX‘inn. Einnig rætt um loftnet, tækin og búnað sem hægt er að koma sér upp til að vinna á truflunum (QRN). Vel gekk út af radíódótinu sem nýlega barst í hús enda margvísleg smíðaverkefni í gangi hjá mönnum.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sólríku vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 22 félagar + 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Nýjum fjarskiptadagbókum á pappír var komið fyrir í stöðvarherbergi TF3IRA 31. mars. Þær eru hugsaðar fyrir þá leyfishafa sem vilja “logga” sambönd á pappír (en ekki rafrnæt) þegar höfð eru sambönd frá stöðinni.
Skeljanesi 31. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Þórður Adolfsson TF3DT, Georg Kulp TF3GZ, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Svavarsson TF3JON.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Elín Sigurðardóttir TF2EQ; fjær: Bendikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.

CQ World Wide WPX SSB keppnin fór fram 26.-27. mars s.l. 7 TF stöðvar skiluðu inn gögnum gögnum í 4 keppnisflokkum, auk samanburðardagbóka (check-log).

TF1AM – einm.fl., 20M, lágafl.
TF3W – einm.fl., 20m, háafl.
TF3T – einm.fl., öll bönd, háafl.
TF8KY – einm.fl., öll bönd, háafl.
TF2MSN – einm.fl., öll bönd, lágafl.
TF3DC – samanburðardagbók (check-log).
TF3JB – samanburðardagbók (ceck-log).

Til samanburðar skiluðu 5 TF stöðvar inn gögnum í fyrra (2021). Endanlegar niðurstöður verða birtar í júníhefti CQ tímaritsins 2022.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

https://www.cqwpx.com/logs_received_ssb.htm