,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 31. MARS

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. mars. Sérstakur gestur okkar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ sem var í stuttri heimsókn á landinu.

Mikið var rætt um keppnir, leiðir til að ná bættum árangri og um DX‘inn. Einnig rætt um loftnet, tækin og búnað sem hægt er að koma sér upp til að vinna á truflunum (QRN). Vel gekk út af radíódótinu sem nýlega barst í hús enda margvísleg smíðaverkefni í gangi hjá mönnum.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í sólríku vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 22 félagar + 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Nýjum fjarskiptadagbókum á pappír var komið fyrir í stöðvarherbergi TF3IRA 31. mars. Þær eru hugsaðar fyrir þá leyfishafa sem vilja “logga” sambönd á pappír (en ekki rafrnæt) þegar höfð eru sambönd frá stöðinni.
Skeljanesi 31. mars. Frá vinstri: Mathías Hagvaag TF3MH, Benedikt Sveinsson TF3T, Þórður Adolfsson TF3DT, Georg Kulp TF3GZ, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Jón Svavarsson TF3JON.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Elín Sigurðardóttir TF2EQ; fjær: Bendikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − three =