Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti kl. 20:00 til 22:00 fimmtudaginn 7. ágúst.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Matías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID og Guðjón Már Gíslason, TF3GMG annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu.Benedikt Guðnason, TF3TNT flutti erindi um framtíðarsýn endurvarpamála fyrir íslenska radíóamatöra í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 23. nóvember 2023. Ljósmynd: TF1AM.
YB BEKASI MERDEKA CONTEST. Keppnin hefst laugardag 9. ágúst kl. 12:00 og lýkur sunnudag 10. ágúst kl. 11:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð YB stöðva: RS(T) + YB hérað (2 bókstafir). Skilaboð annarra: RS(T) + DX. http://bmc.orari-kotabekasi.com/
NCCC 55TH ANNIVERSARY FIESTA. Keppnin hefst laugardag 9. ágúst kl. 19:00 og lýkur sunnudag 10. ágúst kl. 03:00. Keppnin fer fram á CW, SSB og RTTY á 40, 20 og 15 metrum. Skilaboð NCCC félaga: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining + ár sem gerðist NCCC félagi. Skilaboð annarra: RS(T) + ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining. https://nccc.cc/55th.html
SARL HF DIGITAL CONTEST. Keppnin hefst sunnudag 10. ágúst kl. 13:00 og lýkur sama dag kl. 16:00. Keppnin fer fram á RTTY og PSK31 á 80, 40 og 20 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. http://mysarl.org.za/contest-resources/
TF útileikunum 2025 lauk á hádegi í dag (mánudag 4. ágúst) á verslunarmannafrídaginn. Alls voru skráð til leiks 14 TF kallmerki, þar af voru 12 sett í loftið og tóku þátt.
Samkvæmt upplýsingum á leikjavefnum varð Einar Kjartansson, TF3EK í 1. sæti; Kristján J. Gunnarsson, TF4WD í 2. sæti og Eiður Kristinn Magnússon, TF1EM í þriðja sæti. Hafa verður fyrirvara, því menn geta skilað inn breytingum/ innsetningum í allt að 7 sólarhringa eftir viðburðinn. Hamingjuóskir til þeirra Einars TF3EK, Kristjáns TF4WD og Eiðs TF1EM með þennan ágæta árangur.
Sérstakar þakkir til Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA sem virkjaði félagsstöðina TF3IRA í Skeljanesi sem og til Einars Kjartanssonar, TF3EK umsjónarmanns leikanna og Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY sem setti upp og hannaði frábæran leikjavef. Síðast, en ekki síst, þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna.
Miðað við umsagnir þeirra sem tóku þátt í leikunum vorum menn mjög ánægðir með viðburðinn. Skilyrði voru sæmileg upp í að vera allgóð.
TF útileikar ÍRA byrjuðu kl. 12:00 á hádegi í dag (laugardag) og lýkur á mánudag kl. 12:00 á hádegi. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt! Hægt er að skrá sig á leikjavefinn allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð leikjavefur: https://leikar.ira.is/Vefslóð upplýsingar: https://www.ira.is/tf-utileikar/
Heimilt er að hafa sambönd alla dagana, en til að sem flestir nái saman er mælt með þessum tímum:
Laugardagur 2. ágúst: kl. 12-14 og kl. 20:30-22.
Sunnudagur 3. ágúst: kl. 09-11 og kl. 17:30-19.
Mánudagur 4. ágúst: kl. 10-12.
Leikarnir fara fram á 160, 80, 60 og 40 metrum. Miðað er við eftirfarandi tíðnir:
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 31. júlí.
Mikið var rætt um TF útileikana sem hefjast kl. 12 á hádegi á morgun (laugardag). Þegar þetta er skrifað [í hádegi á föstudag] voru 11 TF kallmerki skráð á leikjavefinn. Bæði Einar, TF3EK umsjónarmaður leikanna og Hrafnkell, TF8KY sem hannaði leikjavefinn voru á staðnum og svöruðu spurningum. Félagsstöðin TF3IRA verður virk í leikunum, en ekki fyrr en fyrir hádegið á sunnudag. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA mun virkja stöðina frá Skeljanesi.
Nýja CQ TF blaðið (3. tbl.) sem kom út á heimasíðu félagsins á netinu 20. júlí s.l. lá frammi á prentuðu formi í félagsaðstöðunni og voru menn mikið að fletta blaðinu. Þetta er stórt blað 64 blaðsíður. Ánægja var með fjölbreytt efnisval og eins og Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN sagði: „Það er alltaf svo vandað efni í blaðinu“.
Ársæll Óskarsson, TF3AO mætti í Skeljanes og afhenti „Duplex“ síu fyrir endurvarpa félagsins, TF3DMR. Þetta er gjöf til félagsins frá Erik Finskas, TF3EY/OH2LAK, en Sæli hitti Erik í Finnlandi á dögunum. Þakkir til Sæla að hafa milligöngu um málið og þakkir til Eriks fyrir gjöfina. UHF endurvarpinn TF3DMR verður í framhaldi settur í loftið á næstunni.
Sveinn Goði, TF3ID og Guðjón Már, TF3GMT undirbjuggu tiltekt í eldhúsinu og færðu m.a. kæliskáp félagsins á nýjan stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, er aðgangur að skápnum allt annar og betri. Á dagskrár er (næstu daga) að halda áfram og ljúka tiltekt í eldhúsinu sem byrjað var á í haust.
Sigurður Óskar, TF2WIN kom með heimasmíðaðan loftnetsspenni og sýndi mönnum. Hann kom einnig með mælitæki og mældi heimasmíðaða loftnetsgildru sem Guðjón Má, TF3GMG hafði smíðað.
Alls mættu 25 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-08-01 13:02:352025-08-01 13:03:37OPIÐ VAR Í SKELJANESI 31. JÚLÍ.
Þriðju og síðustu fjarskiptaleikar ÍRA á árinu 2025 verða haldnir um verslunarmannahelgina. Það eru TF útileikarnir og hefjast þeir á hádegi laugardaginn 2. ágúst og lýkur á hádegi á mánudaginn 4. ágúst. Upplýsingar má sjá á heimasíðu ÍRA, vefslóð: https://www.ira.is/tf-utileikar/
Hægt er að taka þátt hluta keppnistímans – eða eins og hentar hverjum og einum. Bent er á að skrá sig á leikjavefinn, sbr. þessa vefslóð: http://leikar.ira.is/
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í leikunum.
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
Í TF útileikunum er veittur verðlaunagripur og fimm viðurkenningaskjöl. Myndin er frá afhendingu verðlauna í útileikunum í fyrra (2024). Frá vinstri: Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, (1. sæti); Einar Kjartansson TF3EK (3. sæti); og Andrés Þórarinsson TF1AM (2. sæti).
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 31. júlí kl. 20:00 til 22:00.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID og Guðjón Már Gíslason, TF3GMG annast kaffiveitingar.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu.Ritnefnd CQ TF að störfum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Frá vinstri: Jónas Bjarnason TF3JB, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA ritstjóri og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Ljósmynd: TF3PW.Benda má á nýjasta hefti félagsblaðsins sem kom út 20. þ.m., vefslóð:https://tinyurl.com/CQTF-2025-3
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudag 24. júlí.
Mikið var rætt um nýja CQ TF blaðið (3. tbl. 2025) sem kom út á rafrænu formi á heimasíðu ÍRA s.l. sunnudag (20. júlí); stórt blað, 64 blaðsíður. Fram kom að menn eru ánægðir með fjölbreytt efnisval. Einn viðstaddra sagði t.d. að „…hann hafi haft gaman af að lesa allar greinar sem birtust í blaðinu“!
Hrafnkell Eiríksson, TF3HR sýndi okkur QMX „Multi-band, multi-mode“ QRP móttökustöð frá QRP Labs. Tækið er 5 banda CW, Digi og SSB fjarskiptastöð með innbyggðu hljóðkorti. Hrafnkell keypti tækið ósamsett og notar heimasmíðaðan hljóðnema, en hefur mest notað það á morsi hingað til. Tækið hefur hlotið mjög góða dóma og kostar aðeins um 100 dollara á innkaupsverði. Hann sýnir okkur einnig NanoVna loftnetssjá.
Mikið var rætt um TF útileika félagsins sem haldnir verða um verslunarmannahelgina og Einar Kjartansson, TF3EK umsjónarmaður þeirra sagði „…að nú væru aðeins 9 dagar til stefnu“. Margir verða á ferðinni um þessa helgi og ætla þá að taka þátt frá sumarbústöðum, hjólhýsum og úr tjöldum. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að taka þátt.
Einnig eru menn áhugasamir um þátttöku í alþjóðlegu RSGB IOTA keppninni um helgina [27.-28. júlí]. Þetta er 24 klst. keppni þar þátttaka er í boði bæði á morsi og tali. Félagsstöðin TF3W verður í keppninni og mun Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkja stöðina. IOTA númerin fyrir Ísland eru þrjú, þ.e. EU-021 er fyrir landið, EU-071 fyrir Vestmannaeyjar og EU-168 fyrir aðrar eyjar við Ísland.
Heimir Kornráðsson, TF1EIN færði í hús Ameritron AL-811 RF magnara (sem er bilaður) og hann hugðist gefa einhverjum á staðnum sem hefði áhuga. Eftir að hafa rætt málið við félaganna, ákvað hann hins vegar að skynsamlegast væri að láta gera við magnarann svo hann kæmist í notkun. Félagið tekur að sér að láta gera við tækið sem síðan verður selt á því verði sem viðgerð kostar.
Sérstakar þakkir til Sergii Matlash, US5LB sem færði félaginu Radionette Kurier viðtæki og til Þorvaldar Bjarnasonar, TF3TB sem færði félaginu Yaesu FRG-7 viðtæki og Yaesu FC-902 loftnetsaðlögunarrás. Þessir hlutir verða í boði á næsta flóamarkaði félagsins.
Alls mættu 22 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta sumarkvöld í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-07-25 10:05:412025-07-25 10:05:42OPIÐ VAR Í SKELJANESI 24. JÚLÍ.
Aukinn áhugi er á að læra mors um þessar mundir. Gott væri að heyra frá mönnum sem hafa áhuga á að læra morsið og sérstaklega hvernig félagið getur komið til móts við þá.
Eldri útfærsla var, að menn mættu 2 daga í viku í félagsaðstöðuna í Skeljanesi þar sem leiðbeinandi sendi æfingar og þátttakendur skrifuðu niður. Hinsvegar eiga margir um langt að sækja og umferð getur verið þung í Borginni.
Ein hugmynd er, að ÍRA gangist fyrir morskennslu fyrir byrjendur sem send verði út á 70cm bandinu (430 MHz). Önnur hugmynd er að framkvæmd verði yfir netið til að auðvelda félagsmönnum úti á landi þátttöku.
Gott væri að heyra í áhugasömum, annaðhvort á Facebook eða í tölvupósti á ira@ira.is
Stjórn ÍRA.
–
Undanfarin ár hefur ÍRA gengist fyrir laugardegi að hausti þar sem félagar mæta í Skeljanes með morslykla sína. Til gamans/fróðleiks eru birtar myndir frá síðasta „hittingi“ sem haldinn var í félagsaðstöðunni 28. október 2023.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-07-20 11:00:012025-07-20 11:00:46NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.