Afhending viðurkenninga fyrir TF útileikana 2009. Fimmtudaginn 24. september 2009.

Fimmtudaginn 24. september nk. verða afhentar viðurkenningar fyrir þátttöku í TF útileikunum 2009.  Kristinn, TF3KX, mun fara yfir þátttöku og stigagjöf útileikanna. Stigahæstu mönnum verða afhentar viðurkenningar og að auki fá allir þátttakendur sem skiluðu inn radíódagbókum viðurkenningar fyrir þátttökuna.  Fundurinn verður í félagsheimili ÍRA og hefst kl. 20.00.

73

Guðmundur, TF3SG

Móttaka verður í Kiwanishúsinu Geysi í Mosfellsbæ fyrir alla radíóamatöra n.k. laugardag 12. september kl.14.00. Aðkoma að húsinu er við Köldukvísl. Ljóst er að þetta verður hið mesta gaman, boðið verður upp á kaffi og kökur. Í fyrra voru fyrirlestrar og sett upp loftnet. Stefnt er að því að endurtaka þá frábæru uppákomu sem skapaðist þá. Tilkynnt verður um dagskrá og væntanlega fyrirlestra síðar.

Tengiliðir eru Guðmundur Ingi, TF3IGN og Andrés TF3AM

73

Guðmundur, TF3SG

Það var hress hópur sem hittist í félagsaðstöðu Í.R.A. s.l. sunnudag (30. ágúst). Hópur-1 tók að sér að skoða rótorinn við SteppIR loftnetið og var turninn m.a. felldur. Það voru þeir Sveinn Bragi, TF3SNN; Jón Gunnar, TF3PPN; Jón Ingvar, TF1JI; Yngvi, TF3Y; Bjarni, TF3GB; og Matthías, TF3-035. Hópur-2 tók að sér málningarvinnu innandyra. Það voru þeir Guðmundur, TF3SG; og Baldvin, TF3-033. (Jónas, TF2JB, fór út í bakarí og keypti sérbökuð vínarbrauð og tebollur með súkkulaðirönd til að hafa með kaffinu og tók nokkrar ljósmyndir).

Jón Gunnar, TF3PPN uppi í turninum.

Guðmundur, TF3SG með stóru rúlluna.

Baldvin, TF3-033 með litlu rúlluna.

Turninn felldur. Bjarni, TF3GB og Matthías, TF3-035 fylgjast með Sveini Braga, TF3SNN.

TF2JB

Nú fer að líða að útgáfu næsta heftis félagsblaðsins okkar, CQ TF. Kallað er eftir efni, ábendingum og hugmyndum að efni í blaðið. Vilja lesendur sjá aðrar áherzlur í efni eða í framsetningu? Ritstjóri þiggur með þökkum allar ábendingar og efni. Lokafrestur fyrir efni í næsta blað er sunnudagurinn 20. september.

Kveðjur frá ritstjóra…

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42, 220 Hafnarfjörður

Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM: 825-8130

Stjórn og prófnefnd Í.R.A. héldu sameiginlegan fund þann 18. ágúst s.l. Til umræðu var m.a. núverandi fyrirkomulag námskeiða til amatörprófs og reynslan af námskeiðum undanfarinna ára. Margt kom til umræðu, svo sem lengd námskeiða, en að mati prófnefndar þurfa þau að vera a.m.k. 8 vikur. Menn voru ennfremur sammála um að stefnt verði að því að haldin verði a.m.k. 2 námskeið á ári, þ.e. vor og haust. Á fundinum var dreift bókinni Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatörasem Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, þýddi. Í umræðum kom fram að prófnefnd fagnar framtakinu og styður heilshugar að bókin verði hluti af námsefni á námskeiði til amatörprófs. Fundurinn þótti takast mjög vel og er stefnt að því að hittast aftur innan tíðar.

Stjórn Í.R.A. er jafnframt ánægja að skýra frá því að Hrafnkell Eiríksson, TF3HR, hefur tekið að sér skólastjórn námskeiðs til amatörprófs sem haldið verður á næstunni (þ.e. nú í haust). Hrafnkell hefur mikla reynslu af skipulagningu á námskeiðum félagsins og hlotið góða umsögn nemenda. Félaginu er því mikill akkur af liðsinni hans. Nánar verður skýrt frá dagsetningum og öðrum upplýsingum um námskeiðið hér á heimasíðunni á næstunni.

Myndatexti:
Frá vinstri: Kristján Benediktsson, TF3KB, prófnefnd; Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, prófnefnd; Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, prófnefnd (standandi); Kristinn Andersen, TF3KX, prófnefnd (standandi); Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, prófnefnd; Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, meðstjórnandi (standandi); Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformaður; og Erling Guðnason, TF3EE, gjaldkeri. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Lokafrestur fyrir skil radíódagbóka úr útileikunum 2009 er fyrir lok morgundagsins, mánudaginn 31. ágúst.

Eftir það hefst stigagjöf fyrir þátttökuna og stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir fljótlega í september.  Nú þegar hafa 19 þátttakendur sent inn logga, með allt frá nokkrum tugum sambanda niður í eitt, en allir sem senda inn logga – hversu fá sem samböndin kunna að vera – fá viðurkenningu fyrir þátttöku í ár.

Nóg er að senda logga á hefðbundnu formi, þar sem eitt QSO er í hverri línu (vinsamlegast ekki ADIF skrár).  Ekki er nauðsynlegt að reikna stig, frekar en menn vilja – þau verða hvort eð er reiknuð aftur í stigagjöfinni.

Sendið loggana fyrir lok morgundagsins, 31. ágúst á undirritaðan:

Kristinn Andersen, TF3KX
Austurgötu 42
220 Hafnarfjörður
Netfang: tf3kx@simnet.is
GSM:  825-8130.

Undirritaður veitir einnig upplýsingar, ef þarf.

73 de TF3KX

Stjórn og prófnefnd Í.R.A. héldu sameiginlegan fund þann 18. ágúst s.l. Til umræðu var m.a. núverandi fyrirkomulag námskeiða til amatörprófs og reynslan af námskeiðum undanfarinna ára. Margt kom til umræðu, svo sem lengd námskeiða, en að mati prófnefndar þurfa þau að vera a.m.k. 8 vikur. Menn voru ennfremur sammála um að stefnt verði að því að haldin verði a.m.k. 2 námskeið á ári, þ.e. vor og haust. Á fundinum var dreift bókinni Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra sem Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, þýddi. Í umræðum kom fram að prófnefnd fagnar framtakinu og styður heilshugar að bókin verði hluti af námsefni á námskeiði til amatörprófs. Fundurinn þótti takast mjög vel og er stefnt að því að hittast aftur innan tíðar.

Frá vinstri: Kristján Benediktsson, TF3KB, prófnefnd; Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, prófnefnd; Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM, prófnefnd (standandi); Kristinn Andersen, TF3KX, prófnefnd (standandi); Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, prófnefnd; Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður; Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, meðstjórnandi (standandi); Guðmundur Sveinsson, TF3SG, varaformaður; og Erling Guðnason, TF3EE, gjaldkeri. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3LMN.

Í framhaldi fundarins með prófnefnd, hefur stjórn félagsins haft til umfjöllunar tímasetningu næsta námskeiðs og virðist allt benda til þess að við getum farið af stað í byrjun október n.k. Nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni mjög fljótlega og eigi síðar en í næstu viku.

TF2JB

Námskeið í morsi hefst 1. september kl.20.00 og verður kennt í félagsheimili IRA.    Kennari er Axel Sölvason sem leggur mesta áherslu á að hlustað sé á hraðar sendingar.  Markmið er að nemendur verði búnir að læra minnst sex stafi fyrstu vikuna. Kennt er mánudaga til föstudags og hefst kennslan kl. 20.00 alla dagana nema fimmtudaga en þá er byrjað kl. 19.00.   Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á morsi.  Þeir sem vilja koma á námskeiðið er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á dn@hive.is

Nemendur þurfa að hafa með sér góða skrifblokk og blýant til að skrifa niður.

73

Guðmundur, TF3SG

Axel Sölvason fer af stað með sérstaklega áhugavert morsnámskeið í byrjun septembermánaðar.   Axel hefur sínar skoðanir á því hvernig best er að kenna mors og mun m.a. sjálfur senda stafina.  Mikil áhersla verður lögð á hraðar sendingar.

Axel og Stefán Arndal munu í sameiningu útfæra aðferðina sem notuð verður til kennslu og er gert ráð fyrir að nemar verði búnir að læra að minnsta kosti 6 stafi fyrstu vikuna.
Þeim sem áhuga hafa á að koma á námskeiðið er bent á að Axel mun koma í félagsheimili IRA á fimmtudaginn 27. ágúst og segja áhugasömum frá og svara spurningum.

73

Guðmundur, TF3SG

Á aðalfundi félagsins 23. maí s.l. kom fram áskorun þess efnis að félagið færðist í hendur það verkefni að gefa út þýðingu Vilhjálms Sigurjónssonar, TF3VS, á bók þeirra ON4UN og ON4WW: „Ethics and operating procedures for the radio amateur”. Á stjórnarfundi þann 7. júlí var samþykkt að ráðast í verkefnið og að undangengnu útboði var gengið til samninga við Prentsmiðjuna Odda.

Prentun lauk 13. ágúst s.l. og sama dag tók Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, á móti fyrsta eintaki bókarinnar „Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra” fyrir hönd félagsins. Ljósmyndin er tekin við það tækifæri í prentsmiðjusal Odda. Það er Jón Orri Guðmundsson viðskiptastjóri Odda sem afhendir Vilhjálmi fyrsta eintakið í viðvist nokkurra stjórnarmanna. Bókin er í alla staða hin glæsilegasta og alls 72 bls. að stærð. Ákveðið hefur verið að bókin verði félagsmönnum til afhendingar, þeim að kostnaðarlausu.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

 

TF3JB