Ari skrifar í dag á fésbók:

Í kvöld fmmtudag ætla ég að mæta niður í Skeljanes með spectrumanalyzer og tracking generator.
Á mannlegu máli er þetta viðtæki sem tekur á móti og getur sent út á sama tíma. Hægt er að senda inn á rás eða kristalsíu merki og mæla hvað kemur út á hinum endanum. Ætla ég meðal annars að að taka síu fyrir endurvarpa , skoða stilla og skoða tap. Ef þú átt síu fyrir einhverja tíðni, ertu að smiða síu , taktu hana endalega með , ég verð með N tengi og UHF (Pl259) til að tengja tækið. Tíðnisviðið sem tækið ræður við er 100Khz – 6Ghz og bandbreidd í mælingu niður í 300 hz.
Einnig er hægt að mæla nákvæmni tíðnisviðs sendis. Tækifæri til að sjá radíóbylgjuna.

 

TF3ARI ætlar að koma með tæki og tól og sýna okkur hvernig á að stilla síur.

 

kaffi, kleinur og spjall …

TF3JM, Jóhannes Magnússon fær skírteinið sitt í dag eða á morgun og við bjóðum Jóhannes velkominn í loftið sem fyrst. Jóhannes var á námskeiðinu sem haldið var í haust og hann er búinn að panta sér QRP smíðasett, sendi-viðtæki fyrir 40 metra bandið.

QRP Labs 40 m CW

Nýju leyfishafarnir tínast inn, í síðustu viku fékk Sigurður Sigurðsson, TF9SSB, skírteinið sitt. Sigurður býr á Sauðárkróki, við bjóðum Sigurð velkominn í loftið og bíðum spenntir eftir að heyra í honum á 80 metrunum frá Sauðárkróki.

Mælifellshnjúkur í Skagafirði – mynd Mbl.

 

Mælifellshnjúkurinn er 1147 metra hár staðsettur innarlega í Skagafjarðarsveit. Víðsýnt er af hnjúknum um hálendi Íslands og héraðið liggur allt opið fyrir fótum fjallsins. Staðsetningin hentar vel fyrir víðsýnan endurvarpa en ekkert rafmagn á staðnum og ekki auðvelt að sinna viðhaldi þar uppi að vetri til.

Hnjúkurinn hefur SOTA númerið NL-056. Enginn hefur SOTA-virkjað tindinn þegar þetta er skrifað.

IARU er þáttakandi í alþjóðadegi fólks með hömlun. Félög radíóamatöra víða um heim skipuleggja sérstaka viðveru í loftinu á þessum degi og kynna vinnu við ýmis verkefni sem auðvelda fólki með ýmiskonar hömlun að stunda radíóáhugamálið.

Félagi minn Joel Shelton N8XJ/A65BX sem hélt kynningu í félagsheimilinu sumarið 2015 um könnun sem hann gerði um Amatör Radíó hefur lokið við skýrslu um niðurstöðuna. Áherslan í könnuninni er á framtíð áhugamálsins og ástæðu fólks til að velja áhugamálið.  Hvað það er sem vekur áhugann, almennt og sérstaklega hjá ungu fólki.  Joel vill að fram komi að könnunin var gerð á meðal bandarískra amatöra og forsendur miðast við það.

Kynning Joels sumarið 2015.

73 de TF8KY

Úrdráttur

Í skýrslunni er niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal bandarískra radíóáhugamanna sem fengu leyfið á árunum 2000 – 2015. Í skýrslunni eru atriði tengd aldri amatöranna, áhuga þeirra á CW og tengsl milli vinnu eða viðfangsefna og innkomu í radíóamatöráhugamálið. Könnuð eru líkleg áhrif aðstæðna og aldurs sem leiddu amatörinn í áhugamálið.

Niðurstöður úr könnun á aldursþættinum geta hjálpað til við að búa aðferð eða aðstæður sem eru líklegar til að fjölga radíóamatörum.

mynd úr eftirfarandi skýrslu

Kannski ætti að taka upp MOTA, miðaldra radíóamatörar í loftinu?

Spurningarnar um CW eru ekki síður áhugaverðar:

Þekkir þú CW? Já sögðu 12 % en nei sögðu 88 % og af þeim sem ekki þekktu CW sögðust einungis 18 % engan áhuga hafa á að læra CW.

Af þessu má álykta að þrátt fyrir að Morse hafi verið aflagt sem krafa til leyfis radíóamatörs er Morse alls ekki deyjandi samskiptaháttur og miklar líkur á að amatörar læri Morse.

Áhrif radíóáhugamálsins á starfsval:

Um þriðjungur radíóamatöra segja að áhugamálið hafi haft áhrif á starfsval og þriðjungur radíóamatöra segja að starfið hafi haft áhrif á að þeir urðu radíóamatörar.

73 de TF3JA

http://w1dmh.blogspot.is/

 

W1DMH

 

http://w1dmh.blogspot.is/2014/06/rainier-w7wrs-001-sota.html

W1DMH

TF3ARI kynnti í gærkvöldi í Skeljanesi uppbyggingu VHF/UHF endurvarpa radíóamatöra á Íslandi og hér eru slæðurnar sem hann sýndi okkur.

 

 

 

TF3ARI, Ari, samþykkti nýlega að taka að sér að vera VHF-stjóri félagsins. Ari kemur til okkar í Skeljanes annað kvöld og segir okkur frá uppbyggingu VHF og UHF amatörendurvarpa á Íslandi.

Kaffi á könnunni frá klukkan 20 og opið til 22.

 

Í dag eru Andrés Ólafsson, TF2ADN, Valgeir Pétursson, TF3VP og Vilhelm Sigurðsson, TF3AWS komnir með skírteinin sín að loknu prófi síðasta laugardag 25. nóvember 2017. Átta mættu til prófs, tveir náðu N-leyfi og fimm náðu G-leyfi þar af einn N-leyfishafi sem fór í prófið til að hækka sig.

Til hamingju hver og einn með þinn áfanga og nú er næsta skref að koma sér í loftið, nýta leyfið.

stjórn ÍRA

Amatörpróf verður haldið í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 25. nóvember 2017. Ennþá er hægt að skrá sig í prófið með því að senda póst á ira@ira.is. Prófið er tvískipt, tæknipróf byrjar klukkan 10 og stendur til klukkan 12. Reglugerðarpróf byrjar klukkan 13 og stendur til klukkan 15. Prófið er haldið í stofu V108 í HR.