,

Nýr radíóamatör, Sigurður TF9SSB á Sauðárkróki

Nýju leyfishafarnir tínast inn, í síðustu viku fékk Sigurður Sigurðsson, TF9SSB, skírteinið sitt. Sigurður býr á Sauðárkróki, við bjóðum Sigurð velkominn í loftið og bíðum spenntir eftir að heyra í honum á 80 metrunum frá Sauðárkróki.

Mælifellshnjúkur í Skagafirði – mynd Mbl.

 

Mælifellshnjúkurinn er 1147 metra hár staðsettur innarlega í Skagafjarðarsveit. Víðsýnt er af hnjúknum um hálendi Íslands og héraðið liggur allt opið fyrir fótum fjallsins. Staðsetningin hentar vel fyrir víðsýnan endurvarpa en ekkert rafmagn á staðnum og ekki auðvelt að sinna viðhaldi þar uppi að vetri til.

Hnjúkurinn hefur SOTA númerið NL-056. Enginn hefur SOTA-virkjað tindinn þegar þetta er skrifað.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 12 =