,

13. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. Desember 2017.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 19:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF8KY, TF3EK og TF3DC.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Umsagnir vegna umsagna vegna reglugerðarbreyting

Farið var yfir svar vegna umsagnir sem bárust PFS vegna reglugerðarbreytingar. Farið var yfir textann og hann samþykktur. TF3JA og TF3WZ var falið að ljúka við svarið og leggja fyrir stjórn áður en bréfið verður sent inn til PFS.

3. Kallmerki með einum bókstaf í viðskeyti

ÍRA hefur umsagnarrétt samkvæmt reglugerð um radíóáhugamenn nr. 348/2004 um veitingu amatörleyfa og þar með úthlutun kallmerkja.  Hingað til hefur Pfs farið eftir tillögum ÍRA um úthlutun viðskeyta í kallmerkjum og stjórn ÍRA hefur haft til viðmiðunar samþykktir sem gerðar hafa verið innan félagsins um úthlutum viðskeyta. TF3EK lagði fram tillögu að breyttri meðmælareglu á eins bókstafs kallmerkjum sem tekin yrði upp um leið og nýsamþykkt breyting á reglugerð sem er í ferli, verður staðfest.

TF3DC spurði hvort menn hefðu hugsað til enda úthlutanir eins stafs kallmerkja skv. tillögunni án nokkurra skilyrða í ljósi sögunnar og fyrri úthlutana og viðmiðana sem fyrri stjórnir og nefndir hafa komið sér saman um í því sambandi.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − two =