TF3JB, Jónas Bjarnason skrifar í dag á F-bókarsíðu Amatöra á Íslandi:

“Mig langar til að deila með ykkur að 5 banda DXCC viðurkenning TF3JB er í höfn og er undirritaður fjórði íslenski leyfishafinn sem hlýtur hana. Um er að ræða veglegan veggplatta. Sækja má um 5 Banda DXCC þegar menn hafa náð a.m.k. 100 DXCC einingum á hverju bandi, 10, 15, 20, 40 og 80 metrum. Í boði eru uppfærsluplötur (e. endorsement plates) og hefur undirritaður slíkar fyrir 12, 17 og 30 metra. Aðrir íslenskir leyfishafar sem eru handhafar 5 banda DXCC eru TF3DC, TF3Y og TF4M. Sýnismyndin er af óárituðum veggplatta, þar sem áritað eintak berst ekki til landsins frá ARRL fyrr en á nýju ári, 2018. 73 de TF3JB.”

Til hamingju Jónas,

Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG er 75 ára í dag

Í Kalundborg eru tveir sendar annar á langbylgju og hinn á miðbylgju sem er svipuð uppsetning og TF3HRY er að vinna við að koma í gang hér á Íslandi. Þriðji sendirinn er á staðnum til vara fyrir báða hina sendana.

Loftnet langbylgjusendisins í Kalundborg á 243 kHz

 

Loftnet fyrir miðbylgusendinn í Kalundborg á 1062 kHz.

 

Tilvalið að byrja á HAM RADIO í Friedrichshafen 1-3 júní, taka síðan lest eða keyra norður til Kalundborgar í Danmörku og koma við í Óðinsvéum á Fjóni í höfuðstöðvum EDR. Þar rétt hjá í göngufæri býr Ómar Magnusson TF3WK/OZ1OM

Vísun á Örbylgjuleika Norðurlandanna næsta sumar í Danmörku Örbylguleikar í Danmörku næsta sumar

Orðsending til félaga,

 

minnt er á áramóta hreinsun kortastofu ÍRA.  Matti, TF3MH er QSL stjóri ÍRA en síminn hjá honum er 892 2067.

Verum snemma á ferðinni með skilin í ár – en síðasti skiladagur er fimmtudagurinn 4. janúar 2018.

 

 

Matti QSL-stjóri í góðra vina hópi. 

 

 

 

Sýnishorn af flottu íslensku QSL korti. 

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/

Fyrir stuttu var undirritaður samningur við SENSA um hýsingu og ráðgjöf við heimasíðu félagsins.

Samningur við SENSA var formlega undirritaður 15. nóvember. Samningurinn gildir frá júlímánuði á þessu ári og við vætum okkur góðs af samstarfi við Sensa.

Gamla heimasíðan var til skamms tíma vistuð hjá 1984 ehf. og þökkum við fyrirtækinu fyrir góða þjónustu um árabil. Gamla síðan var um nokkurn tíma vistuð á vegum TF3CE í Ármúlaskóla og þökkum við Árna Ómari, TF3CE, fyrir alla hans vinnu við heimasíðuna og snör handtök þegar hnökrar hafa orðið á uppistandi síðunnar. TF3T lagði líka mikla vinnu í gömlu heimasíðuna og félagið þakkar Benna, TF3T, fyrir hans vinnu svo og öllum öðrum sem hafa komið að heimasíðum félagsins gegnum tíðina. Það er félaginu mikils virði að hafa haft aðgang að færum mönnum sem allir hafa unnið mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf við heimasíður félagsins. Ölvir Sveinsson, TF3WX bjó til nýju síðuna og samdi við SENSA um vistun og vinnu við síðuna. Ölvir hefur lagt óhemju vinnu í verkefnið og er stöðugt að bæta einhverju við. Núna á síðustu dögum hefur Ölvir bætt við innskráningu sem er skilyrði þess að við getum sett á síðuna aðgang að amatörblöðum hinna Norðurlandanna. Það verkefni verður kynnt á næstunni en búið er að opna fyrir nýskráningu. Takk Ölvir.

Antenna Standing Wave Animation

 

TF3ARI sýndi hvernig skarpar síur eru stilltar á rétta tíðni og bandvídd. Nokkrir mættu með síur og fengu Ara til að stilla þær fyrir sig og greinilegt er að þörf er fyrir að vera oftar með verklega kynningu á ýmsum leyndardómum áhugamálsins. Ekki það að þetta er ekkert sem er að uppgötvast núna slíkar kynningar haf oft verið í félaginu gegnum árin og verið velsóttar en tíðnin mætti greinilega vera hærri.

Glatt var á hjalla og mikið spjallað um hitt og þetta. Fjórar könnur þurfti til að metta kaffiþörfina og kleinurnar smökkuðust vel en einn hafði á orði að meðlætið hefði mátt vera með meiri af sætuefnum. Við bætum úr því næst.

TF3KY TF3EK TF3MH TF3OM og TF3ID fylgjast með TF3ARI stilla síu

 

TF2SUT

 

TF3CE og TF2SUT

 

TF3AO TF3AWS TF3Y

 

TF3AWS fær hamingjuóskir frá TF3AO

 

TF3ARI fylgist með TF3CE stilla síu öðru nafni tunnu

 

TF3ARI TF3DT TF3CE TF8KY TF2SUT TF3PW

 

TF3TPT á spjalli við TF3T

 

TF3GB

 

Ari skrifar í dag á fésbók:

Í kvöld fmmtudag ætla ég að mæta niður í Skeljanes með spectrumanalyzer og tracking generator.
Á mannlegu máli er þetta viðtæki sem tekur á móti og getur sent út á sama tíma. Hægt er að senda inn á rás eða kristalsíu merki og mæla hvað kemur út á hinum endanum. Ætla ég meðal annars að að taka síu fyrir endurvarpa , skoða stilla og skoða tap. Ef þú átt síu fyrir einhverja tíðni, ertu að smiða síu , taktu hana endalega með , ég verð með N tengi og UHF (Pl259) til að tengja tækið. Tíðnisviðið sem tækið ræður við er 100Khz – 6Ghz og bandbreidd í mælingu niður í 300 hz.
Einnig er hægt að mæla nákvæmni tíðnisviðs sendis. Tækifæri til að sjá radíóbylgjuna.

 

TF3ARI ætlar að koma með tæki og tól og sýna okkur hvernig á að stilla síur.

 

kaffi, kleinur og spjall …