,

Framtíð radíóamatöráhugamálsins?

Félagi minn Joel Shelton N8XJ/A65BX sem hélt kynningu í félagsheimilinu sumarið 2015 um könnun sem hann gerði um Amatör Radíó hefur lokið við skýrslu um niðurstöðuna. Áherslan í könnuninni er á framtíð áhugamálsins og ástæðu fólks til að velja áhugamálið.  Hvað það er sem vekur áhugann, almennt og sérstaklega hjá ungu fólki.  Joel vill að fram komi að könnunin var gerð á meðal bandarískra amatöra og forsendur miðast við það.

Kynning Joels sumarið 2015.

73 de TF8KY

Úrdráttur

Í skýrslunni er niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal bandarískra radíóáhugamanna sem fengu leyfið á árunum 2000 – 2015. Í skýrslunni eru atriði tengd aldri amatöranna, áhuga þeirra á CW og tengsl milli vinnu eða viðfangsefna og innkomu í radíóamatöráhugamálið. Könnuð eru líkleg áhrif aðstæðna og aldurs sem leiddu amatörinn í áhugamálið.

Niðurstöður úr könnun á aldursþættinum geta hjálpað til við að búa aðferð eða aðstæður sem eru líklegar til að fjölga radíóamatörum.

mynd úr eftirfarandi skýrslu

Kannski ætti að taka upp MOTA, miðaldra radíóamatörar í loftinu?

Spurningarnar um CW eru ekki síður áhugaverðar:

Þekkir þú CW? Já sögðu 12 % en nei sögðu 88 % og af þeim sem ekki þekktu CW sögðust einungis 18 % engan áhuga hafa á að læra CW.

Af þessu má álykta að þrátt fyrir að Morse hafi verið aflagt sem krafa til leyfis radíóamatörs er Morse alls ekki deyjandi samskiptaháttur og miklar líkur á að amatörar læri Morse.

Áhrif radíóáhugamálsins á starfsval:

Um þriðjungur radíóamatöra segja að áhugamálið hafi haft áhrif á starfsval og þriðjungur radíóamatöra segja að starfið hafi haft áhrif á að þeir urðu radíóamatörar.

73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 4 =