Fámennt en góðmennt var í Skeljanesi í gærkvöldi þar sem TF3EK fór yfir framkvæmd komandi Útileika og sýndi á grasflötinni við Skeljanes hve auðvelt er að setja upp loftnet í fljótheitum og fara í loftið á 80 og 20 metrum. Allt sem þarf er stöð með aflgjafa, 2o metra langur vír, rápstöng eða eitthvað til að binda endann á loftnetinu í og lyfta því yfir jörð og bíll eða radíóamatör sem mótvægi.

TF3EK og TF3DT skeggræða um upphitun alheims og loftnet.

Þegar líða tók á kvöldið kom einn nýorðinn radíóamatör, TF3PW Jón Björnsson, í heimsókn og sagðist stefna að koma í loftið um hegina frá Skorradal.

Inni í húsi sátu TF3MH og TF3JA og ræddu um félagsheimilið og framtíð þess.

Radíómatörar eru hvattir til að taka þátt í Útileikunum um helgina þrátt fyrir að verulegar líkur séu á slæmum HF skilyrðum. Þessa stundina er k stuðullinn 4.

Sérheimild til að nota 60 metra bandið óbreytt var í maí á þessu ári framlengd til 31. desember 2017 meðan verið er að skoða framhaldið.
 
Bréf frá Pfs 12. maí á þessu ári:
Með bréfi 2014120011 dags 2.12.2014 heimilaði PFS radíóáhugamönnum tímabundna notkun tíðnisviðsins 5260-5410 kHz út árið 2016. Heimildin var síðan framlengd til 1.5.2017.
25 radíóáhugamenn hafa sótt um slíka heimild og fengið ..
Ofangreind heimild framlengist hér með til 31.12.2017 á meðan framhaldið er skoðað.
Með kveðju
PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNUN
Hörður R. Harðarson
f.h. stjórnar ÍRA,
góða helgi
73 de TF3JA

Á útileikum reynir  á samskpti innannlands með HF og MF bylgjum. Víða í óbyggðum, inn á milli fjalla og í þröngum dölum er ekki hægt að treysta á  að hægt sé að ná sambandi með farsímum og öðurm tækjum sem byggja á VHF eða hærri tíðnum. Góð loftnet fyrir bylgjulengdir á bilinu 40 til 160 metrar þurfa ekki að vera flókin smíð, en þau eru plássferk. Fáir þeirra sem búa í þéttbýli hafa t.d. pláss fyrir hálfbylgju loftnet fyrir 80 eða 160 metra heima hjá sér.

Einfalt loftnet, sem ekki þarf aðlögun á 80m, er 20 m langur vír sem tengdur er beint í miðju loftnetstengis á stöð sem fær rafmagn frá bíl. Í þessu tilfelli virkar bíllinn sem mótvægi. Með tjúner má nota 50 til 60 m langan vír á öllum útileikja böndum, þar sem bíll er mótvægi. Dæmi um vír sem ódýr og þjáll í notkun:  www.reykjafell.is/vorur
Í opnu húsi í Skeljanesi í kvöld verða sýnd dæmi um vír loftnet sem henta fyrir útileika.

Hér eru frekari upplýsingar um útileikana.

 

Eitt af markmiðum við endurskoðun á reglum um TF útileika, var að gera rafræn skil og úrvinnslu á radíó dagbókum auðveldari. Nú verður hægt að skrá dagbókina inn jafnóðum og jafnframt fylgjast með stöðu annara þáttakenda. Vinnan við verkfærin er það langt komin að hægt er að sjá formið á færslum og stigaútreikning hér.

Viðmót radídagbókar fyrir TF útileika 2017.

TF3GD og TF3DX verða á 145.500 FM og 14.034 CW í Hrafntinnuskeri um hádegisbil í dag sunnudaginn 30. júlí.

Vonumst vera Hrafntinnuskeri hádegisbil, 3GD m. gott loftn. 145.500,  3DX CW 14.034 +/– QRM.

73, Villi       Sent úr Samsung-spjaldi

 

TF15MOOT er í loftinu á 14.289 SSB.

 

 

Frá hádegi á laugardag 29/7 til hádegis á sunnudag 30/7.  IOTA númer eru margfaldarar:

ICELAND

EU-021 TF – Ísland er landið +

EU-168 TF – (Coastal islands not qualifying for other groups). ICELAND’S COASTAL ISLANDS (=Aedey, Akureyjar, Andey, Arney, Bildsey, Bjarnarey, Bjarneyjar, Brokey, Drangey, Eldey, Eldeyjardrangur, Ellidaey, Engey, Fagurey, Flatey [x2], Fremri Langey, Grimsey [x2], Hergilsey, Hlada, Holey, Hrappsey, Hrisey, Hrollaugseyjar, Hvallatur, Klofningur, Langey, Malmey, Manareyjar, Olafseyjar, Oxney, Papey, Raudseyjar, Seley, Skaleyjar, Skrudur, Sudurlond, Svefneyjar, Svidnur, Tvisker, Videy, Vigur [x2]) (Note: not EU-071 counters)

EU-071 TF7 – Read more

Nú eru rúmar tvær vikur í TF-útileikana. Í þetta sinn hefur reglum verið breytt nokkuð, aðallega varðandi útreikning stiga og upplýsingar sem menn senda á milli sín. Reglur varðandi þáttökutíma og tíðnir eru óbreyttar.

  • Lágmarks upplýsingar sem menn skiptast á  eru QSO og QTH, var QSO og  RS(T).
  • QTH má gefa sem breidd og lengd í heilum gráðum, eða fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, dæmi: 6421 eða HP94 eða HP94bc
  • Viðbótar stig fæst með því að skiptast á RS(T) og afli í Wöttum. Áður var líka beðið um uppruna rafmagns og loftnet.
  • Stig bætast við ef sent er milli reita sem skilgreindir er með fjögurra stafa Maidenhead locator. Stig bætist við fyrir samanlagðan mismun á númerum reita í norður og austur.
  • Einn margfaldari er notaður, fer eftir fjölda reita sem sent er frá, minnst  3,  mest 6.

Þessar breytingar á stiga útreikningum valda því að það getur borgað sig að fara sem lengst frá suðvestur horninu, jafnvel þótt þá ekki náist jafn mörg sambönd. Það gefur líka fleiri stig ef menn færa sig á milli reita. Þetta er veruleg breyting frá fyrri reglum þar sem fjöldi sambanda réði mestu um heildar fjölda stiga.

Texti reglnanna var endurskrifaður og felld út ákvæði sem sjaldan hefur reynt á upp á síðkastið, svo sem skipting í keppnisflokka, QTC og DX sambönd. Nú er þáttaka opin öllum amatörum sem staddir eru á Íslandi, með leyfi sem gilda hér.

Ekki er lengur vísað í kallsvæði, enda hefur Póst- og fjarskiptastofnun samþykkt tillögur að breytingum á reglum um kallmerki sem samþykktar voru á aðalfundi IRA 2017. Ný reglugerð er nú í vinnslu í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og tekur væntanlega gildi þegar þeirri vinnu er lokið.

Á opnu húsi í Skeljanesi í kvöld gefst tækifæri til að spjalla og deila reynslu og skoðunum um TF-útileika, kallmerki eða hvað annað sem mönnum liggur á hjarta.

Tillaga að nýjum eða breyttum reglum fyir TF-útileika voru kynntar 3. júlí. Ábendingar bárust frá þremur radíóamatörum og var að miklu leyti farið að þeim óskum sem bárust.

Reglur fyrir TF-útileika 2017 samþykktar á stjórnarfundi 11. júlí.

TF-útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi.
Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að sækja má til Póst- og fjarskiptastofnunar um auknar heimildir á 60 m bandinu.

Tímabil:
17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag

Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi.

Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótar stig fæst ef einnig er skiptst á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc ( sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ) eða breidd og lengd, í heilum gráðum, t.d. 6421. RS(T) táknar læsileika, styrk og tón merkisins (tónn er aðeins notaður í Morse). Afl er frá sendi í wöttum.

Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.

Einn margfaldari, sem fer eftir földa reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margaldarinn ekki hærri en 6.

Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, RS(T) sent, afl sent, QSO móttekið, QTH, RS(T) móttekið og afl móttekið.

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefsíðunni www.ira.is. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is. Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

Kæru félagsmenn og aðrir unnendur þessa frábæra áhugamáls.  Núna um helgina eru hinir árlegu VHF leikar að bresta á.  Það verður gaman, það verður fjör.
Þátttakan hefur verið frekar dræm undanfarin ár en þetta byrjaði vel 2012 þegar fyrstu VHF leikarnir voru haldnir.  Þar sigraði TF3ML örugglega með 445.521 stig, 385.030 stigum á undan TF3GL sem var í 2. sæti, .  Skv. heimildum voru 23 þáttakendur sem skiluðu loggum og hefur greinilega verið mjög gaman að vera með.
Er ekki tilvalið að heiðra 5 ára afmæli VHF leika með met þáttöku?  Upp með ækommana, jesúana, kenvúddana, báfengana, voxúngana og hvað þetta heitir allt saman.  Ungir sem aldnir, nýjir sem gamlir, allir með!!  Hvetjum nýja amatöra sérstaklega til að taka þátt.
Í tilefni 5 ára afmælis VHF leika ætlar ÍRA að prófa nýung.  Onlæn QSO/QSL vefur fyrir VHF leika 2017!!!  Þar geta þáttakendur skráð sig til leiks, skráð samböndin sín jafn óðum, fengið stigin sín útreiknuð og fylgst með stöðu sinni og annara þáttakenda.  Já, svona high score dæmi.  Það verður spennandi að kljást við að halda stöðu sinni og berjast við að feta sig upp stigalistann.  Vonum að þetta fyrirkomulag verði frekari hvatning til þáttöku.  Þessi vefur er langt frá því að vera fullkominn, enda unninn af amatör sem hefur takmarkaða þekkingu á vefforritun.  En vonandi gerir vefurinn leikinn enn skemmtilegri.
Ég er á fullu í koma VHF leika vefnum í viðunandi ástand og mun tilkynna slóðina í kvöld þannig að hann geti allavega tekið við skráningum þáttakenda.
Fjörið byrjar kl. 6 að morgni föstudags 30. júní og heldur áfram alla helgina til kl. 6 að morgni mánudags.
Nánar um fyrirkomulag er á síðu ira.is  http://www.ira.is/vhf-leikar/
Heyrumst í loftinu de TF8KY
CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar, CQTF CQTF CQTF CQVHF leikar QRZ…….

Keppnishópur/ Úrvalslið ÍRA í alþjóðlegum MORSE keppnum teljum við að hafi verið ágætlega skipaður undanfarin ár /áratugi. Þar hafa eftirtaldir radíóamatörar a.m.k. komið við sögu:

Kristinn Andersen TF3KX, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, Yngvi Harðarson TF3Y, Óskar Sverrisson TF3DC, Haraldur Þórðarson TF3HP, Bjarni Sverrisson TF3GB, Jónas Bjarnason TF3JB, Stefán Arndal TF3SA, Gísli Ófeigsson TF3G, Guðmundur Sveinsson TF3SG, Egill Ibsen TF3EO, Sigurður Jakobsson TF3CW, Jakob býr í Noregi TF3EJ, Axel Sölvason TF3AX, Kristján Benediktsson TF3KB, Vilhjálmur Kjartansson TF3DX, Benedikt Sveinsson TF3T, Þorvaldur Stefánsson TF4M, Þór Þórisson TF3GW, Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Guðlaugur Jónsson TF8GX, Andrés Þórarinsson TF3AM, Sveinn Guðmundsson TF3T (SK).  (Beðist er fyrirfram velvirðingar ef við höfum gleymt einhverjum).

Síðasta morse keppni sem ÍRA (TF3W) tók þátt í af sæmilegum krafti var CQWW CW 2015 en keppnisliðið þá var mannað af: TF3Y, TF3EO, TF3DC, TF3KX, TF3SA, TF3UA ásamt TF3EK og TF3JA með sérstaka áherslu á loftnetin. Þátttakan síðan þá í morse-keppnum frá félagsstöðinni hefur eiginlega verið til málamynda þó svo að hún hafi verið góð frá TF í einmenningsflokkunum.

Ekki stefnir í nein stórafrek frá félagsstöðinni um komandi helgi en áhugasamir eru beðnir að hafa sambandi við formann, TF3JA eða einhvern úr stjórninni ef áhugi er fyrir að virkja félagsstöðina í keppninni. Félagsstöðin er í ágætu lagi og er til afnota fyrir félaga ÍRA hvenær sem þeir óska.

Og ef ekki þá fylgir hér hvatning frá stjórn ÍRA til allra CW operatora um að þeir láti TF hljóma á böndunum um helgina.

Nánar um WPX keppnina, reglur o.fl.: https://www.cqwpx.com/

 

CQ Logo

CQ World Wide WPX Contest

TF3EK kynning

TF3EK að sýna SOTA-loftnetið sitt TF3OM, TF3ID og TF3LM fylgjast með

Villi og TF3JA

myndir TF3DC

Heimasmíðaður UNUN 1:40 Stöð tengd beint við UNUN með kóax sem fæðir lárétt, hallandi eða lóðrétt hálfbylgju loftnet, engin jörð

mynd TF3EK