





Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega Jóni Svavarssyni TF3JON sem tók ljósmyndirnar sem birtast hér á síðunni.
Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega Jóni Svavarssyni TF3JON sem tók ljósmyndirnar sem birtast hér á síðunni.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa afturkallað öll leyfi til radíóamatöra frá og með miðnætti 24. febrúar vegna stríðsátakanna í landinu. Ákvörðunin gildir í allt að 30 daga eða þar til nánar verður ákveðið.
Stjórn ÍRA.
Að gefnu tilefni skal þess getið að eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi:
TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland.
TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta.
TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland.
TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.
Endurvarparnir í Bláfjöllum eru enn úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á.
TF1RPB (145.650 MHz).
TF3RPI (439.950 MHz).
TF3RPL (1297.000 MHz)
Stjórn ÍRA.
.
Endurvarparnir í Bláfjöllum eru úti vegna bilunar í dreifikerfi rafmagns á staðnum. Ekki vitað hvenær rafmagn kemst á.
Viðtækin yfir netið á Bjargtöngum og í Perlunni eru einnig úti vegna bilana en KiwiSDR viðtækin í Flóanum og á Raufarhöfn virka vel.
Stjórn ÍRA.
CQ WPX RTTY keppnin 2022 fór fram 12.-13. febrúar. Frestur rann út 18. febrúar til innsendingar gagna. Keppnisgögn voru send inn fyrir alls 8 TF kallmerki:
Andrés Þórarinsson, TF1AM.
Ársæll Óskarsson, TF3AO.
Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN.
Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.
Sigmundur Karlsson, TF3VE.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS.
Ægir Þór Ólafsson, TF2CT.
Alls bárust 3417 dagbækur til keppnisstjórnar. Til samanburðar voru gögn send inn fyrir 5 TF stöðvar árið 2021.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin 24. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 verður grímunotkun valkvæð.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi í fundarsal. Kaffiveitingar.
Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=de2bd3f1-1cc6-46f7-bdda-97036a303dec
Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar s.l. í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 189 blaðsíður að stærð.
Vefslóð: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2022/02/Arsskyrsla-2022.pdf
Ljósmyndir frá aðalfundinum verða birtar hér á heimasíðunni fljótlega, en fundargerð og önnur aðalfundargögn verða síðan til birtingar í 2. tbl. CQ TF sem kemur út 25. apríl n.k.
Stjórn ÍRA.
Aðalfundur ÍRA árið 2022 var haldinn 20. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 21 félagi fundinn.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2022/23:
Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður (endurkjörinn).
Georg Magnússon, TF2LL (kjörinn til 2 ára)
Georg Kulp, TF3GZ (kjörinn til 2 ára).
Guðmundur Sigurðsson, TF3GS (situr síðara tímabil).
Jón Björnsson, TF3PW (situr síðara tímabil).
Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA varamaður (endurkjörinn).
Heimir Konráðsson, TF1EIN varamaður (endurkjörinn).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt kr. 7.000 fyrir árið 2022/23.
Undir liðnum önnur mál voru veitt verðlaun og viðurkenningar vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021.
Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar hér á heimasíðunni.
Stjórn ÍRA.
Aðalfundur ÍRA 2022 verður haldinn sunnudaginn 20. febrúar í innri fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.
Í ljósi gildandi tilslakana stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð þar sem uppsetning í fundarsal miðast við a.m.k. 1 metra fjarlægð á milli félagsmanna.
Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 fer fram á fundinum sbr. upplýsingar neðar.
Fyrir hönd stjórnar,
Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.
———————————-
PÁSKALEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti. Verðlaunagripur: Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Verðlaunagripur: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
3. sæti. Verðlaunagripur: Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN.
VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti.Verðlaunagripur: Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL.
2. sæti. Verðlaunagripur: Magnús Ragnarsson, TF1MT.
3. sæti. Verðlaunagripur: Sigurður Smári Hreinsson, TF8SM.
Verðlaunaskjal fyrir bestu ljósmyndina í leikunum: TF1MT.
Verðlaunaskjal fyrir skemmtilegustu færsluna í leikunum: TF1MT.
TF ÚTILEIKAR ÍRA 2021.
1. sæti. Verðlaunaplatti og verðlaunaskjal: Andrés Þórarinsson, TF1AM.
2. sæti. Viðurkenningarskjal: Einar Kjartansson, TF3EK.
3. sæti. Viðurkenningarskjal: Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY.
4. sæti. Viðurkenningarskjal: Íslenskir radíóamatörar, TF3IRA.
5. sæti. Viðurkenningarskjal: Eiður K. Magnússon, TF1EM.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. febrúar fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00. Í ljósi tilslakana stjórnvalda dags. 12.2.2022 vegna Covid-19 faraldursins verður grímunotkun valkvæð.
Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa verða opin. Nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjar kortasendingar. Kaffiveitingar.
Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=de2bd3f1-1cc6-46f7-bdda-97036a303dec