Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.
Góður félagsskapur, nýjustu tímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka kortasendingar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti.
Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu radíódóti er komin í hús, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
Fyrsta sending (af fleirum) af margvíslegu áhugaverðu radíódóti barst til félagsins 21. og 22. mars.Um er m.a. að ræða mælitæki (margvísleg), smíðaefni (m.a. nýtt), lampa, RF magnara, töluvert af spennum og panelmælum, aukahluti og fleira og fleira. Gefandi óskar að láta kallmerkis ekki getið. Ljósmyndir: TF3JB.(Uppfært 22.3.2020 kl. 16:00).
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-22 11:34:452022-03-22 15:35:03OPIÐ HÚS Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG
Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
Síðasti skráningardagur: 24. mars.
Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.
Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.
Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars kl. 20-22. Félagsmenn og gestir eru velkomnir.
Góður félagsskapur, nýjustu amatörtímaritin liggja frammi og QSL stjóri félagsins verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Heitt á könnunni og veglegt kaffimeðlæti.
Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
ÚR FÉLAGSSTARFI ÍRA.Frá síðasta smíðanámskeiði fyrir Covid-19 í Skeljanesi 6. apríl 2019. Frá vinstri: Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3MH, Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Reynir Björnsson TF3JL, Jón Björnsson TF3PW, Kristján Benediktsson TF3KB, Yngvi Harðarson TF3Y, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG og Ársæll Óskarsson TF3AO.
Fyrirhugað er að byrja á ný með smíðanámskeið félagsins haustið2022.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-20 15:23:222022-03-20 15:28:07OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 24. MARS
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-18 07:45:572022-03-18 07:47:31ENN TEKIÐ Á MÓTI EFNI
Lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
Síðasti skráningardagur: 24. mars.
Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.
Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.
Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-14 21:59:232022-03-14 21:59:24OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 17. MARS
Námskeiðinu lýkur með prófi Fjarskiptastofu sem fram fer í HR 21. maí.
Námskeiðsgjald: 22.000 krónur.
Síðasti skráningardagur: 24. mars.
Kennt verður í stofu HR V107 og samhliða yfir netið í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem fjarstaddir þátttakendur fylgjast með um eigin tölvubúnaði með forritinu Google Meet. Kennd verða raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti.
Skráning fer fram á „ira [hjá] ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar nánari upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.
Gjald má greiða inn á reikning: 0116-26-7783, kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu ykkar í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.
Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira [hjá] ira.is
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-11 16:59:192022-03-11 17:02:29NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS VERÐUR 28. MARS
Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað 2022, kemur út 3. apríl n.k.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.
Nýjung er, að félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Skilafrestur efnis er til 20 mars n.k.
Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is
Félagskveðjur og 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.
Mynd af þremur síðustu tölublöðum CQ TF. Frá vinstri: 1. tbl. 2022 (kom út 27. janúar); 4. tbl. 2021 (kom út 17. október) og 3. tbl. 2021 (kom út 18. júlí). Fjöldi blaðsíðna var á bilinu 48-56. Vefslóð á þessi og eldri félagsblöð ÍRA 1946-2022: http://www.ira.is/cq-tf/
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-11 12:41:172022-03-11 16:01:12RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI
Eftirfarandi VHF FM endurvarpar eru virkir og í góðu lagi:
TF3RPK Skálafell (145.575 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPA Skálafelli (145.600 MHz). Þekur m.a. Reykjavíkursvæðið, Reykjanes og Vesturland. TF3RPE Búrfell (145.700 MHz). Næst víða frá Reykjavík og þekur Suðurland að hluta. TF3RPJ Mýrar (145.750 MHz). Næst vel frá Reykjavík og þekur m.a. Snæfellsnes og Vesturland. TF5RPD Vaðlaheiði (145.625 MHz). Næst m.a. vel á Akureyri og í nágrenni.
Endurvarparnir í Bláfjöllum eru úti vegna rafmagnsbilunar á staðnum. Unnið er að lausn bilunarinnar.
Stjórn ÍRA.
Hluti búnaðar í stöðvarhúsinu í Bláfjöllum. Ljósmynd: TF3GZ.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 10. mars.
Skemmtilegt kvöld og áhugaverðar umræður. Sérstakur gestur okkar var Hansi Reiser, DL9RDZ frá Passau í Þýskalandi. Borgin er nærri landamærunum við Austurríki. Hansi er áhugasamur um tæknina og hefur m.a. verið virkur í hópi radíóamatöra sem standa að baki klúbbstöðinni við háskólann í Passau.
Yfir kaffinu var rætt um tæknina og heimasmíðar, áhugaverð skilyrði á HF, RF magnara, stöðvar, loftnet og annan búnað. Ennfremur rætt um CQ WW WPX SSB keppnina sem er framundan helgina 26.-27. mars n.k.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í rólegu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
Hansi Reiser DL9RDZ í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Hann var mjög hrifinn af búnaðinum, m.a. af uppbyggingu gervihnattahluta stöðvarinnar fyrir QO-100 gervitunglið sem hann þekkir vel til. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2022-03-11 08:23:162022-03-11 08:23:17FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 10. MARS