Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs.
Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. október og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 15. desember. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, kl. 17-22. Námskeiðið er öllum opið og ekki eru gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá nafn sitt og tölvupóstfang á “ira hjá ira.is”. Ath. að skráningu fylgir engin skuldbinding, en veitir félaginu mikilvægar upplýsingar um fyrirhugaðan fjölda nemenda.
Fyrirspurnum má beina á sama tölvupóstfang. Námskeiðsgjald verður 19 þúsund krónur fyrir félagsmenn, en 29 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í þessu verði eru öll námsgögn.
Skráning er opin til 25. september n.k. Félagið setur þann fyrirvara um námskeiðshald, að lágmarksþátttaka fáist.

Háskólinn í Reykjavík er staðsettur við Menntaveg í Öskjuhlíðinni skammt frá Reykjavíkurflugvelli.








Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ólafur Örn Sigurðsson TF1OL og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin á mælingalaugardegi þann 30. júní s.l. Ljósmynd: TF3JB.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA. Myndin var tekin í Skeljanesi sunnudaginn 26. ágúst þegar vinnu við uppfærslu merkinga var lokið. Ljósmynd: TF3JB.
Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar. 
Ný reglugerð tók gildi í Noregi þann 10. ágúst. Meðal breytinga er heimild til norskra radíóamatöra fyrir allt að 1kW á 50 MHz. Jafnframt breytist aðgangur þeirra að tíðnisviðinu í ríkjandi úr víkjandi. Þeir fá ennfremur heimild til að nota allt að 1kW í EME og MS vinnu á 2 metra, 70 cm og 23 cm böndunum.