Af óviðráðanlegum ástæðum, frestast hraðnámskeið TF3Y með upprifjun á Win-Test keppnisforritinu, sem auglýst er í vetrardagskrá á morgun, sunnudag 23. febrúar.
Þess í stað verður námskeiðið haldið sunnudaginn 1. mars n.k. kl. 10:30.
Næsti viðburður á vetraráætlun ÍRA verður í boði laugardaginn 22. febrúar. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes og kynnir búnað, tækni og tól til fjarskipta um nýja OSCAR 100 gervitunglið. Að auki aðstoðar hann félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni í gegnum tunglið.
Í boði er svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir að
félagsaðstaðan verður opin allan daginn frá kl. 10-15 til að gefa sem flestum
tækifæri til að nýta viðburðinn.
Þetta fyrirkomulag heppnaðist vel í haust (19. og 26. október og 3. nóvember) og var mikil ánægja með það. Nú er kjörið tækifæri fyrir þá félaga sem ekki áttu þess kost að koma þá, að kíkja við á laugardag og prófa að hafa sambönd um OSCAR 100. Félagar sem hafa þegar prófað stöðina eru að sjálfsögðu einnig velkomnir! Stöðin verður QRV á tali, morsi og stafrænum tegundum útgeislunar.
Kaffi á könnunni og bakkelsi frá Björnsbakaríi.
Stjórn ÍRA.
Fjarskiptaborð TF3IRA fyrir gervihnattaviðskipti. Aðstaðan stenst fyllilega samanburð við best búnar stöðvar annarra landsfélaga radíóamatöra í heiminum. Stöðin var formlega tekin í notkun 19. október (2019). Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.Jón G. Guðmundsson TF3LM í fjarskiptasambandi um OSCAR 100 frá TF3IRA þann 26. október (2019). Ljósmynd: TF3JB.Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN í fjarskiptasambandi um OSCAR 100 frá TF3IRA þann 26. október (2019). Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-02-20 18:34:332020-02-20 18:46:19LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR Í SKELJANESI
Aðalfundur ÍRA 2020 var haldinn á Radisson BLU Hótel Sögu 15. febrúar. Fundarstjóri var kjörinn Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Jónas Bjarnason TF3JB, formaður ÍRA, flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2019/20.
Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri ÍRA, flutti ársreikning félagssjóðs fyrir rekstrarárið 2019.
Svipmynd-1 úr fundarsal.
Svipmynd-2 úr fundarsal. Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri ÍRA og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, kjörinn ritari aðalfundar 2020.
Svipmynd-3 úr fundarsal.
Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, umsjónarmaður VHF/UHF leika ÍRA, kynnti sérstakar 1,2 GHz viðurkenningar ársins 2019.
Glæsilegar viðurkenningar félagsins til staðfestingar á nýju Íslandsmeti í vegalengd fjarskiptasambands á 1,2 GHz.
Hrafnkell TF8KY afhendir Ólafi TF3ML og Garðari TF8YY sérstakar viðurkenningar félagsins 2019 á 1,2 GHz.
Garðar Valberg Sveinsson TF8YY og Ólafur B. ÓLafsson TF3ML með sérstakar viðurkenningar félagsins 2019.
Elín Sigurðardóttir TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA, kynnti viðamikil störf sín á árinu 2019. Hún uppskar þakkir félagsmanna og hvatningu til dáða með löngu lófaklappi.
Eftir að fundi var formlega slitið var áfram rætt um ungmennastarfið. Elín Sigurðardóttir TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA og Sigurður Óskar Sigurðsson TF2WIN. Stjórn ÍRA þakkar sérstaklega Jóni Svavarssyni TF3JON sem tók ljósmyndirnar sem birtast hér á síðunni.
Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi,
fimmtudaginn 20. febrúar. Að venju verður húsið opnað kl. 20:00.
Góður félagsskapur, kaffi, te og meðlæti og nýjustu
tímaritin.
Mathías Hagvaag TF3MH, QSL stjóri ÍRA, verður búinn að flokka
nýjar kortasendingar erlendis frá til félagsmanna fyrir opnunartíma.
Stjórn ÍRA.
Úr félagsstarfinu. Baldur Þorgilsson TF3BP og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A við gervihnattastöð félagsins í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Myndin var tekin 19. desember 2019. Ljósmynd: TF3JB.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-02-17 15:12:342020-02-18 17:31:05OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. FEBRÚAR
Aðalfundur ÍRA árið 2020 var haldinn 15. febrúar s.l. á
Hótel Sögu í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla
formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 12
kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 168 blaðsíður
að stærð.
Ljósmyndir frá aðalfundinum verða fljótlega til birtingar hér á heimasíðunni.
Gögn sem lögð voru fram á aðalfundi ÍRA 2020: (1) Dagskrá fundarins; (2) útprentun á lögum félagsins; (3) Skýrsla um starfsemi ÍRA 2018/19; (4) Ársreikningur ÍRA fyrir rekstrarárið 2019 og (5) Upplýsingablað um Íslandsmet þeirra TF3ML og TF8YY í vegalengd fjarskiptasambands á 1,2 GHz sem sett var í VHF/UHF leikunum 2019. Að auki fylgdu með í fundarmöppu, bílrúðulímmiðar með félagsmerki ÍRA. Ljósmynd: TF3JB.
Aðalfundur ÍRA árið 2020 var haldinn 15. febrúar í fundarsal Radisson Blu Hótel Sögu í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum.
Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson
TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu
44 félagar fundinn samkvæmt skráningu í viðverubók. Fundur var settur kl. 13:00
og slitið kl. 14:20.
Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2020-2021: Jónas Bjarnason TF3JB formaður; Óskar Sverrisson TF3DC og Georg Kulp TF3GZ (kjörnir til tveggja ára) og Guðmundur Sigurðsson TF3GS og Jón Björnsson TF3PW (sitja síðara ár kjörtímabilsins). Varamenn til 1 árs voru kjörnir þeir Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Heimir Konráðsson TF1EIN (báðir endurkjörnir).
Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir þeir Haukur Konráðsson TF3HK og Yngvi Harðarson TF3Y og til vara, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Félagsgjald var samþykkt óbreytt fyrir 2020-2021, 6.500 krónur. Stjórn mun skipta með sér verkum fljótlega.
Skýrsla stjórnar og önnur aðalfundargögn verða til birtingar innan tíðar á heimasíðunni.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-02-09 00:27:122020-02-09 12:31:21AÐALFUNDUR 2020 ER Á LAUGARDAG
CQ World-Wide RTTY WPX keppnin 2020 verður haldin 8.-9. febrúar.
Þetta er tveggja sólarhringa keppni og markmiðið er að ná
samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn, með eins
mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt.
Keppnin hefst á 00:00 á laugardag og lýkur kl. 23:59 á
sunnudag.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2020-02-06 10:14:162020-02-06 10:30:43ÖRNÓLFUR HALL TF3AH ER LÁTINN