,

HANDHAFAR DXCC ÁRIÐ 1953

Upplýsingar hafa komið fram um sex ný TF kallmerki sem voru handhafar DXCC viðurkenningarinnar þegar fyrir 67 árum. Þetta kemur m.a. fram í viðtali sem birtist í Alþýðublaðinu 10. janúar 1953 við þáverandi formann ÍRA, Ásgeir Magnússon, TF3AB. Nöfn og kallmerki:

Árni Egilsson, TF3AR.
Einar Pálsson, TF3EA.
Hannes Thorsteinsson, TF3ZM.
Sigurður Finnbogason, TF3SF.
Ingi Sveinsson, TF5SV (síðar TF3SV og TF3C).
Þórhallur Pálsson, TF5TP.

Í 2. tbl. CQ TF 2020 er birt uppfærð DXCC staða TF stöðva 7. mars 2020. Þar koma fram alls 17 íslensk kallmerki. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er ljóst, að heildarfjöldi TF kallmerkja, sem eru handhafar DXCC, er a.m.k. 23 talsins. Þakkir til Kristjáns Benediktssonar, TF3KB, fyrir þessar upplýsingar.

Meðfylgjandi lJósmynd er af Einari Pálssyni TF3EA, fyrsta formanni ÍRA, í fjarskiptaherbergi sínu árið 1955. Sjá má m.a. áhugaverðar fjarskiptaviðurkenningar sem prýða herbergið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − five =