,

50 MHZ Í ÞÝSKALANDI

Þýskir radíóamatörar fengu bráðabirgðaheimild (e. preliminary provisional implementation) til notkunar á 50 MHz bandinu í gær (6. maí) sem gildir úr árið 2020. Heimildin  byggir á samþykkt radíótíðniráðstefnu ITU (WRC-19).

Heimildin nær til tíðnisviðsins 50.000-52.000 MHz, er á víkjandi grundvelli og leyfir allar tegundir útgeislunar með mest 12 kHz bandbreidd. Skilyrt er að nota loftnet sem senda út lárétt póluð merki.

Aflheimild er tvískipt: 750W fyrir hærra leyfi og 100W fyrir lægra leyfi á tíðnisviðinu 50.000 MHz til 50.400 MHz og mest 25W á tíðnisviðinu fyrir báða leyfisflokka á 50.400-52.000 MHz.

Stjórn ÍRA á í viðræðum við Póst- og fjarskiptastofnun um útfærslu heimilda á 50 MHz hér á landi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × four =