,

Bókin “Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra”

Á aðalfundi félagsins þann 23. maí s.l. kom fram áskorun þess efnis að félagið færðist í hendur það verkefni að gefa út þýðingu Vilhjálms Sigurjónssonar, TF3VS, á bók þeirra ON4UN og ON4WW: „Ethics and operating procedures for the radio amateur”. Á stjórnarfundi 7. júlí var samþykkt að ráðast í verkefnið og að undangengnu útboði var gengið til samninga við Prentsmiðjuna Odda.

Prentun lauk 13. ágúst s.l. og sama dag tók Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, á móti fyrsta eintaki bókarinnar fyrir hönd félagsins. Heiti bókarinnar á á íslensku er: „Siðfræði og samskiptareglur radíóamatöra”. Ljósmyndin er tekin við það tækifæri í prentsmiðjusal Odda. Það er Jón Orri Guðmundsson viðskiptastjóri Odda sem afhendir Vilhjálmi fyrsta eintakið í viðvist nokkurra stjórnarmanna. Bókin er í alla staða hin glæsilegasta og alls 72 bls. að stærð. Ákveðið hefur verið að bókin verði félagsmönnum til afhendingar, þeim að kostnaðarlausu; einnig að hún notist sem námsefni á námskeiðum til amatörprófs.

Reykjavík ÍRA TF, Siðfræði og samskiptasiðir Amatöra.
Guðmundur Sveinsson, Jón Orri guðmundsson hjá Odda, Vilhjálmur Sigurjónsson Þýðandi, Jónas Bjarnason og Erling Guðnason.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 5 =