Entries by TF3JB

,

TF3W Í IARU HF KEPPNINNI 2023

Félagsstöðin TF3W var QRV á morsi í IARU HF Championship keppninni helgina 8.-9. júlí. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Notuð voru þrjú bönd: 20, 15 og 10 metrar og var þetta frumraun á nýju Yagi loftneti félagsins fyrir 18-28 MHz, sem sett var upp í síðustu viku og kom glimrandi […]

,

NÝR TURN OG NÝTT YAGI LOFTNET

Nýtt Yagi loftnet fyrir TF3IRA var reist í Skeljanesi þann 2. júlí kl. 15:44. Tengingum og stillingum var lokið í gær, 5. júlí og reyndist standbylgjuhlutfall vera 1.3 eða betra á öllum böndum. Mannvirkið er staðsett í austurhluta portsins í Skeljanesi (við enda gömlu skemmunnar). Nýja loftnetið er 9 staka Yagi frá OptiBeam, gerð OBDYA9-4, […]

,

World Radio Team Championship 2023

Vegna Covid-19 faraldursins var WRTC 2022 frestað um eitt ár. Leikarnir 2022 verða því haldnir helgina 8.-9. júlí 2023 í borginni Bologna á Ítalíu. WRTC (World Radiosport Team Championship) er einskonar „heimsmeistarakeppni“ radíóamatöra þar sem lið leyfishafa sem eru skipuð þekktum keppnismönnum koma saman og keppa, hvert við annað, öll frá sömu landfræðilegu staðsetningunni. Keppnin […]

,

Námskeið til amatörprófs 25. september

Næsta námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 25. september til 7. nóvember n.k. Í boði verður hvorttveggja, staðnám og fjarnám. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Hægt er að mæta í kennslustofu í HR […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMTUDAG 6. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 6. júlí kl. 20-22. Mathías Hagvaag, QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólfið, flokka kort og raða í hólfin. Nýjustu tímarit frá landsfélögum radíóamatöra í nágrannalöndunum liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanesi! Stjórn ÍRA.

,

IARU HF CHAMPIONSHIP KEPPNIN 2023

IARU HF Championship keppnin hefst laugardaginn 8. júlí kl. 12 á hádegi. Þetta er sólarhringskeppni sem lýkur á hádegi sunnudaginn 9. júlí. Keppnin fer samtímis fram á SSB og CW. Skilaboð: Markmiðið er að hafa sambönd við eins margar stöðvar radíóamatöra eins og frekast er unnt um allan heim á 160, 80, 40, 20, 15 […]

,

VEL HEPPNAÐIR VHF/UHF LEIKAR

Kæru félagar! Þá eru VHF-UHF leikum 2023 lokið. Þetta var góð skemmtun þar sem gleðin var við völd. Ég þakka öllum sem tóku þátt. Þetta var svooo gaman. Leikjasíðan verður opin í viku, til sunnudagskvölds 9. júlí, svo þátttakendur geti lagað innsláttarvillur í „loggnum“ sínum. Þá munu endanlegar stigatölur liggja fyrir. Úrslitin eru þó ótvíræð […]

,

TF3IRA QRV Á MORGUN Í VHF/UHF LEIKUNUM

VHF/UHF leikarnir voru hálfnaðir í kvöld (laugardag) kl. 18:00. Virkni hefur verið góð og í dag höfðu 17 TF kallmerki verið skráð inn á leikjavefinn. Félagsstöðin TF3IRA var virkjuð frá Skeljanesi í dag (laugardag) og verður aftur virkjuð á morgun, sunnudag 2. júlí frá kl. 10:00 og fram eftir degi á 2 metrum (FM), 4 […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR 2023 ERU BYRJAÐIR

VHF/UHF leikar ÍRA eru um þessa helgi, 30. Júní til 2. júlí. Leikarnir hófust í gær kl. 18.00 og lýkur á morgun, sunnudag 2. júlí kl. 18:00. Leikjavefur TF8KY (on-line) er opinn fyrir skráningu og verður opinn alla helgina. Leikjavefur: http://leikar.ira.is/2023/ Keppnisreglur: http://www.ira.is/vhf-leikar/ Vandaðir verðlaunagripir eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin, auk viðurkenningarskjala fyrir […]

,

VHF/UHF LEIKARNIR Í KVÖLD

Stundin nálgast og byrjar í kvöld 30. júní kl. 18.00!! Spennan magnast!! Þetta verður geggjað!! Kæru félagar! Nú styttist í stóru stundina. Frést hefur að menn séu farnir að mæla fjöll, bylgjulengdir og standbylgjur. Öllu er tjaldað til. Háþróaður bylgjuútbreiðsluhugbúnaður er með í spilinu. TF1AM er ekki sáttur við 2. sætið og hefur greinilega í […]