Entries by TF3JB

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 13. október 2025. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1A, TF1EIN, TF3G, TF3JB, TF3VS og TF5B. Samtals er um að ræða 33 uppfærslur frá 17. ágúst s.l. Heimir Konráðsson, TF1EIN kemur nýr inn á DXCC listann með 5 nýjar DXCC viðurkenningar, […]

,

JÓN ATLI, TF2AC Í SKELJANESI 16. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 16. október á milli kl. 20 og 22. Í boði verður erindi Jóns Atla Magnússonar, TF2AC um „Þátttöku í starfi ÍRA sem nýliði, þ.m.t. í fjarskiptaleikum“. Erindið hefst stundvíslega kl. 20.30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 18.-19. OKTÓBER.

JARTS WW RTTY CONTEST.Keppnin verður haldin laugardag 18. október frá kl. 00:00 til sunnudags 19. október kl. 24:00.Keppnnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + aldur þátttakanda.http://jarts.jp/rules/2024_rule_en.htm WORKED ALL GERMANY CONTEST.Keppnin verður haldin laugardag 18. október frá kl. 15:00 til sunnudags 19. október kl. 14:59.Keppnnin fer fram á […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS – 2 VIKUR EFTIR.

Námskeið ÍRA til amatörprófs, sem hófst þann 15. október, lýkur eftir rúmar tvær vikur, eða þriðjudaginn 28. október n.k. Vel hefur gengið og yfirleitt eru um og yfir 20 þátttakendur mættir hverju sinni í kennslustofu M117 í Háskólanum í Reykjavík. Kennarar eru sammála um að þetta sé góður og samstæður hópur sem muni standa sig […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 9. OKTÓBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 9. október. Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá ásamt áhugamálinu, sem eðlilega var í fyrirrúmi. Rætt var um skilyrðin á HF sem hafa batnað verulega að undanförnu og hafa menn verið í góðum DX, t.d. á 10 m. um allan heim. Einnig var rætt […]

,

UT5UDX, M0SDX, TA2ZF, UT0U, 5B4AMM, P3X.

Hvað hafa öll þessi kallmerki sameiginlegt. Jú, þau tilheyra öll sama manninum. Og hver er hann og hvað er svona merkilegt? Maðurinn heitir Sergei Rebrov, og núna á föstudagskvöldið [10. október] stýrir hann landsliði Úkraínu í fótbolta (áður sagt í knattspyrnu) gegn okkar mönnum á Laugardalsvellinum. Sjálfur hef ég haft fjöldann allan af keppnissamböndum við […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 9. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 9. október á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 11.-12. OKTÓBER.

OCEANIA DX CONTEST, CW.Keppnin er haldin laugardag 11. október kl. 06:00 til sunnudags 12. október kl. 06:00.Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + raðnúmer.https://www.oceaniadxcontest.com SCANDINAVIAN ACTIVITY CONTEST, SSB.Keppnin er haldin laugardag 11. október kl. 12:00 til sunnudags 12. október kl. 12:00.Keppnin fer fram á SSB á […]

,

CQ TF – ÚTGÁFU SEINKAR.

Samkvæmt útgáfuáætlun átti 4. tölublað félagsblaðsins CQ TF að koma út í í dag, sunnudag 5. október. Af óviðráðlegum ástæðum hefur ritnefnd blaðsins ákveðið að seinka útgáfunni til 19. október n.k. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu sem er til komin vegna veikinda. Stjórn ÍRA.

,

NÝR ENDURVARPI Á ÞRÁNDARHLÍÐARFJALLI.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, Guðjón Egilsson, TF3WO og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð þann 3. október á Þrándarhlíðarfjall. Tengdur var nýr ICOM VHF endurvarpi og sett upp Kathrein 2-tvípóla VHF loftnet á fjallinu. Kallmerkið er TF5RPG. Tíðnir: 145.775 /145.175 MHz (TX/RX). Notaður er 88,5 Hz tónn inn. Nýi endurvarpinn er tengdur við Mýrar. Þrándarhlíðarfjall er […]