VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3T Í SKELJANENSI.
Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. október. Á dagskrá var 4. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”. Benedikt sagði frá fjarskiptastöð þeirra bræðra, Benedikts, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG sem er rétt fyrir norðan Eyrarbakka og kallast Mýri. […]
