Entries by TF3JB

,

VÍSBENDING UM VIRKNI.

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 21.-28. september 2025. Alls fengu 19 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT4 og FT8) en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY. Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 80 metrum. Kallmerki fær […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA BRÁTT HÁLFNAÐ.

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík verður hálfnað eftir þessa kennsluviku; þann 1. október. Námskeiðið hefur gengið vel og eru umsagnir þátttakenda mjög jákvæðar. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA heimsótti þátttakendur í kennslustofu M117 í gær, mánudag 29. september og ræddi við þá áður en kennsla hófst hjá Ágústi Sigurðssyni, […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 2. október á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin […]

,

TF3W Í CQ WW DX RTTY KEPPNINNI 2025.

Félagsstöðin TF3W var virkjuð af þeim Ársæli Óskarssyni, TF3AO og Jóni Gunnari Harðarsyni, TF3PPN í CQ World Wide DX RTTY keppninni helgina 27.-28. september. Skilyrði voru ágæt og voru alls höfð 1.935 sambönd. Sérstakar þakkir til þeirra félaga fyrir þátttöku í keppninni og þennan ágæta árangur. Stjórn ÍRA.

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes á „dótadag“ laugardaginn 27. september. Honum til aðstoðar voru Georg Kulp, TF3GZ og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID sem hellti upp á kaffi og tók til meðlæti. Ari tók m.a. með sér RigExpert AA-3000 loftnetsmæli og Georg, RigExpert AA-600 mæli. Aðspurður, sagðist Ari hafa valið að taka RigExpert mælinn […]

,

LAUGARDAGAR MEÐ ARA ÞÓRÓLFI Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „dótadögum“ á laugardögum í félagsaðstöðunni í vetur. Þegar veður og heilsa leyfir er hugmyndin að hafa opið í Skeljanesi á laugardögum kl. 13-16 og verður tiltekið þema til umfjöllunar hvern laugardag sem verður kynnt á Facebook með góðum fyrirvara. Og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. Ari byrjar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 25. SEPTEMER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 25. september á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 27.-28. SEPTEMBER.

CQ WORLD WIDE DX CONTEST, RTTY.Keppnin hefst laugardag 27. september kl. 00:00 og lýkur sunnudag 28. september kl. 24:00.Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva í 48 ríkjum Bandaríkjanna og fylkjum Kanada: RST + CQ svæði + (ríki í Bandaríkjunum/fylki í Kanada).Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.https://cqwwrtty.com YU […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS GENGUR VEL.

Námskeið ÍRA til amatörprófs var sett í Háskólanum í Reykjavík, mánudaginn 15. september. Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA setti námskeiðið stundvíslega kl. 18:30 í stofu M117. Af 26 skráðum skráðum þátttakendum voru 22 viðstaddir. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða ekki upp á fjarnám yfir netið. Til að koma til móts við þá aðila […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF1OL Í SKELJANESI.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, var með fimmtudagserindið í gærkveldi, 18. september 2025.  Þannig var Ólafur kynntur: „Sá mikli heimshornaflakkari, Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL, kemur til okkar n.k. fimmtudagskvöld og segir frá ferðum sínum um Evrópu á sínum ágæta fjarskiptabíl, Ford Ecoliner.  Þau hjónin hafa flakkað vítt og breytt í sumar og Ólafur hefur farið í […]