Entries by TF3JB

,

PRÓF TIL LEYFIS RADÍÓAMATÖRA LAUGARDAGINN 1. NÓVEMBER.

Próf fyrir leyfi radíóamatöra fara fram laugardaginn 1. nóvember 2025 í Háskólanum í Reykjavík, kennslustofu M106. Væntanlegir þátttakendur skrái sig í próf ekki síðar en við lok miðvikudags 29. október, með því að senda tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á netfang landsfélags radíóamatöra ÍRA, ira@ira.is  eða hafi samband við félagið með öðrum hætti. Ef […]

,

Félagsmerki ÍRA eru komin aftur.

Límmiðar með félagsmerkinu eru aftur fáanlegir. Stærð er 11,5cm á hæð og 6,5cm á beidd. Hvorttveggja eru fáanleg merki til límingar innaná (t.d. á bílglugga) og til límingar utaná. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verða límmiðarnir afhentir frítt tveir saman (þ.e. einn af hvorri tegund) á opnunarkvöldum í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. OKTÓBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 23. október á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 25.-26. OKTÓBER.

Keppnin hefst laugardag 25. október kl. 00:00 og lýkur sunnudag 26. október kl. 23:59.Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RS + CQ svæði.https://cqww.com/rules.htm CQ World Wide DX SSB keppnin er ein stærsta keppni ársins á SSB. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt. Stefnt er að því […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes með ”Dótadag” laugardaginn 18. október.  Honum til aðstoðar var Karl Georg Karlsson, TF3CZ og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID. Vel heppnaður viðburður og 14 manns á staðnum. Ari fjallaði m.a. um truflanir og ráð við því þegar notað er viðtæki yfir netið á móti sendi. Hann sýndi mönnum líka […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ ÚT.

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu félagsblaðsins okkar CQ TF, 4. tbl. 2025 í dag, 19. október. Blaðið er vistað á stafrænu formi á heimasíðu félagsins og má sækja það af vefslóðinni hér að neðan. Vefslóð er: https://tinyurl.com/CQTF-2025-4 73 – Sæmi, TF3UAritstjóri CQ TF

,

ENDURVARPINN Á VAÐLAHEIÐI QRV.

TF5RPD, VHF endurvarpinn á Vaðlaheiði er QRV á ný. QRG: 145.625 MHz (RX) og -0,6 MHz (TX). Notaður er aðgangstónn, 88,5 Hz. Þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Guðjón Egilsson, TF3WO tengdu tækið þann16. október. Yaesu endurvarpi félagsins er notaður áfram (eftir viðgerð) og var hann útbúinn með 88,5 Hz tónaðgangi. Að sögn er „skottið“ haft […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF2AC Í SKELJANESI.

Jón Atli Magnússon, TF2AC var með fimmtudagserindið í Skeljanesi 16. október þar sem hann fjallaði um „Þátttöku í starfi ÍRA sem nýliði, þ.m.t. í fjarskiptaleikum“. Erindið hófst stundvíslega kl. 20.30. Jón Atli fjallaði um POTA („Parks On The Air“) og skyld mál.  Hann hefur virkjað fjölda garða (e. parks) hér á landi en skilgreindir garðar […]

,

NÝR UHF ENDURVAPI Í REYKJAVÍK.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A setti UHF FM endurvarpa í loftið í dag, 16. október. Um er að ræða Icom endurvarpa af gerðinni UR-FR6000 sem var settur upp í tilraunaskyni á heimili hans í Reykjavík. QRG er 439.900 MHz (TX) og 432.900 MHz (RX). 7 MHz eru á milli sendingar og viðtöku. Sendiafl er 25W. Aðgangstónn […]