Entries by TF3JB

,

SUMARLEIKAR ÍRA 2024

Kæru félagar! Jæja, transistorarnir varla kólnaðir eftir síðbúna Páskaleika þegar við endurtökum leikinn. Gömlu U-VHF leikarnir hafa fengið nýtt nafn. „SUMARLEIKAR 2024“. Nú bindur nafnið okkur ekki við sérstök bönd. Samt sem áður er leikurinn sá sami. Nýjung!!! Ætlum að prófa að hafa 10m bandið með. 10m verður eitt af böndunum sem í boði eru. […]

,

OPIÐ VERÐUR Í SKELJANESI 27. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 27. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Ralf Doerendahl, HB9GKR heimsækir okkur í Skeljanes og flytur erindi í máli og myndum um SOTA (Summits On The Air) virkni, […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2024, kemur út 14. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

HELSTU ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 22.-23. JÚNÍ

His Maj. King of Spain Contest, SSBKeppnin hefst laugardag 22. júní kl. 12:00 og lýkur sunnudag 23. júní kl. 12:00.Keppnin fer fram á SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð stöðva á Spáni: RST + kóði fyrir hérað (e. province).Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-ssb/bases ARRL FIELD-DAYKeppnin hefst laugardag 22. júní kl. 18:00 […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 20. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. júní á milli kl. 20:00 og 22:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Mathías, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið, flokka kortasendingar og raða í hólfin. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! […]

,

OPIÐ HÚS Á FIMMTUDAG 13. JÚNÍ

Opið hús var í Skeljanesi fimmtudag 13. júní. Góð mæting og menn hressir. Allir tóku eftir glæsilegri vinnu þeirra Andrésar Þórarinssonar, TF1AM, Georgs Kulp, TF3GZ og Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem fyrr í vikunni tóku sig til og fóru yfir gólfið í salnum með sérstökum vélbúnaði sem hreinsaði og bónaði gólfdúkinn sem nú er eins […]

,

RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 3. tölublað ársins 2024, kemur út 14. júlí n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

LEIÐRÉTTING

Í tilkynningu sem sett var á heimsíðu félagsins og FB síður í gær, 10. maí – þar sem sagt var frá helstu alþjóðlegum keppnum helgina 15.-16. júní n.k. fylgdu með myndir og upplýsingar um þátttöku TF3IRA í CQ WW DX SSB keppninni árið 1979; „Multi One“ keppnisflokki. Myndir voru birtar af TF3Y, TF3G og TF3UA […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 15.-16. JÚNÍ

ALL ASEAN DX CONTEST, CWKeppnishaldari: JARL, Japan Amateur Radio League.Keppnin hefst á laugardag 15. júní kl. 00:00 og lýkur á sunnudag 16. júní kl. 24:00.Keppt er á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.Skilaboð: RST + tveir tölustafir fyrir aldur.https://www.jarl.org/English/4_Library/A-4-3_Contests/2023AA_rule.htm PBDX – PAJAJARAN BOGOR DX CONTESTKeppnishaldari: Organisasi Amatir Radio Indonesia.Keppnin fer fram […]

,

HAM RADIO SÝNINGIN Í FRIEDRICHSHAFEN

HAM RADIO 2024 sýningin nálgast, en hún verður haldin helgina 28.-20. júní n.k. á sýningarsvæði Neue Messe 1 í borginni Friedrichshafen í Þýskalandi. Þetta er stærsta sýningin fyrir radíóamatöra í Evrópu og sá vettvangur sem jafnan er mest sóttur af íslenskum leyfishöfum. Hægt er að kaupa aðgöngumiða fyrirfram yfir netið. Vefslóð: https://www.hamradio-friedrichshafen.com/ Til fróðleiks, má […]