,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 31. ÁG. TIL 2. SEPT.

UK/EI DX CONTEST, SSB
Keppnin stendur yfir laugardag 31. ágúst frá kl. 12:00 til sunnudags 1. september kl. 12:00.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UK/EI stöðva: RS + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir hérað (e. district).
Skilaboð annarra stöðva: RS + raðnúmer.
https://www.ukeicc.com/dx-contest-rules.php

RUSSIAN WW MULTIMODE CONTEST
Keppnin stefndur yfir laugardag 31. ágúst frá kl. 12:00 til sunnudags 1. september kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB, RTTY og BPSK á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð UA stöðva: RS(T), Q + 2 bókstafir fyrir stjórnsýslueiningu (e. oblast).
Skilaboð annarra stöðva: RS(T), Q + raðnúmer.
https://www.rdrclub.ru/news-radio/russian-ww-mm-contest/159-rus-ww-multimode-contest

COLORADO QSO PARTY
Keppnin stendur yfir laugardag 31. ágúst frá kl. 13:00 til sunnudags 1. september kl. 04:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og DIGITAL á öllum böndum nema WARC (30, 17 og 12 metrum).
Skilaboð stöðva í Colorado: RS(T) + nafn + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra stöðva í Bandaríkjunum: RS(T) + nafn + sýsla í USA/fylki í Kanada.
Skilaboð annarra stöðva: RS(T) + 2 bókstafir fyrir DXCC einingu.
http://ppraa.org/coqp

TENNESSEE QSO PARTY
Keppnin stendur yfir sunnudag 1. september frá kl. 17:00 til mánudags 2. september kl. 03:00.
Keppnin fer fram á CW, SSB og DIGITAL á öllum böndum nema WARC (30, 17 og 12 metrum).
Skilaboð stöðva í Tennessee: RS(T) + nafn + sýsla (e. county).
Skilaboð annarra: RS(T) + nafn + 2 bókstafir fyrir sýslu í USA/fylki í Kanada/DXCC einingu.
http://tnqp.org/rules/

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

Ársæll Óskarsson TF3AO virkjaði félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni árið 2011 ásamt Svani Hjálmarssyni TF3AB.
Svanur Hjálmarsson TF3AB virkjaði félagsstöðina TF3W í SAC SSB keppninni árið 2011 ásamt Ársæli Óskarssyni TF3AO. Ljósmyndir: TF3SA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen − thirteen =