Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 20. NÓVEMBER.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 20. nóvember  á milli kl. 20 og 22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri TF-ÍRA Bureau verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða […]

,

APRS STÖÐ ÍRA QRV Á NÝ.

APRS stöð félagsins, TF3IRA-1 varð QRV á ný í hádeginu í dag (15. nóvember) en hún hafði verið úti um 2 vikna skeið vegna bilaðs loftnets, auk þess sem vatn hafði komist í fæðilínuna. Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanes í morgun, 15. nóvember og setti upp Diamond SX-200N lofnetið á nýjum stað, […]

,

VEL HEPPNAÐ ERINDI TF3T Í SKELJANENSI.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 13. október. Á dagskrá var 4. erindið á fræðsludagskrá félagsins haustið 2025 sem var í umsjá Benedikts Sveinssonar, TF3T: „Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”. Benedikt sagði frá fjarskiptastöð þeirra bræðra, Benedikts, TF3T og Guðmundar Sveinssonar, TF3SG sem er rétt fyrir norðan Eyrarbakka og kallast Mýri. […]

,

ERINDI TF3T Í SKELJANESI 13. NÓVEMBER.

Fræðsludagskrá ÍRA fyrir tímabilið ágúst-desember heldur áfram fimmtudaginn 13. nóvember í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Benedikt Sveinsson, TF3T mætir með erindið „ Keppnisstöðin TF3D á Stokkseyri; endurbætur og keppnir”. Húsið opnar kl. 20:00 og Benedikt byrjar stundvíslega kl. 20:30. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 15.-16. NÓVEMBER.

ALL AUSTRIAN 160-METER CONTEST.Keppnin er haldin laugardag 15. nóvember; hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 23:59.Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.Skilaboð OE stöðva: RST + raðnúmer + kóði fyrir hérað.Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.https://www.oevsv.at/export/shared/.content/.galleries/Downloads_Referate/HF-Referat-Downloads/Rules_AOEC_160m.pdf REF 160-METER CONTEST.Keppnin er haldin laugardag 15. nóvember; hefst kl. 17:00 og lýkur kl. 24:00.Keppnin fer fram á CW […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Þetta var 4. dótadagurinn á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025 og var þema laugardagsins „endurvarpar“. Ari kom á staðinn með Icom IC-FR5100 VHF endurvarpa, sem var tengdur við aflgjafa í gegnum Daiwa CN-801 [V-type] sambyggðan afl/standbylgjumæli í gerviálag. Einnig mætti hann með nokkrar VHF/UHF […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 6. NÓVEMBER.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 6. nóvember. Að venju voru málefni líðandi stundar á dagskrá ásamt áhugamálinu, sem eðlilega var í fyrirrúmi. Rætt var m.a. um skilyrðin á HF sem hafa ekki verið sérstök að undanförnu, þótt batnað hafi inn á milli. Einnig var rætt um loftnet, m.a. að tiltölulega ódýr […]

,

DXCC STAÐA TF KALLMERKJA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 7. nóvember 2025. Að þessu sinni hefur staða sex kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1A, TF2LL, TF3EO, TF3JB, TF3MH og TF3VS. Samtals er um að ræða 36 uppfærslur frá 13. október s.l. Egill Ibsen, TF3EO kemur nýr inn á DXCC listann með 3 nýjar DXCC viðurkenningar, […]

,

TF3VS FÆR 5BDXCC VIÐURKENNINGU.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið staðfestingu þess efnis, að búið sé að samþykkja umsókn hans um 5 banda DXCC (5BDXCC) viðurkenningu hjá ARRL. Viðurkenningin er veitt þeim leyfishöfum, sem hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Að auki hefur hann staðfest sambönd við 100 DXCC […]

,

TF1A Í SKELJANESI LAUGARDAG 8. NÓVEMBER.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun standa fyrir „Dótadegi Ara“ í Skeljanesi laugardaginn 8. nóvember. Félagsaðstaðan verður opin frá kl. 13 til 16. Þetta verður 4. dótadagurinn í haust og er þema laugardagsins „endurvarpar“. Skoðað verður m.a. hvernig endurvarpi virkar, hvaða stillingar þarf og hvers vegna. Ari mætir á staðinn með Icom VHF endurvarpa af gerðinni […]