Vel heppnaðar sunnudagsumræður hjá TF3SB
2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, mætti í sófaumræður og var yfirskriftin: Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum. Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa […]
