,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3VS

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðnni í Skeljanesi 7. febrúar.

Vetrardagskrá Í.R.A. var haldið áfram í félagsaðstöðunni fimmtudagskvöldið 7. febrúar. Að þessu sinni kom Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, í Skeljanes með erindi sem hann nefndi: PSK-31 og aðrar tegundir stafrænnar mótunar fyrir byrjendur. Erindið var bæði fróðlegt og áhugavert. Vilhjálmur er vel heima í þessari tegund mótunar (sem og öðrum stafrænum tegundum) þar sem hann var með fyrstu radíóamatörum í heiminum sem varð QRV á PSK-31, þegar á árinu 1999.

Vilhjálmur fór rækilega yfir upphaf og þróun PSK-31. Þá kynnti hann vel hvað menn þurfa til, hafi þeir áhuga á að komast í loftið og fór í þeim efnum yfir nauðsynlegan hug- og vélbúnað. Þá tengdi hann Icom IC-703 Plus HF-stöð sína sem var tengd við LP-200 gerviálag frá N8LP með innbyggðum aflmæli og sýndi lyklun á PSK-31 og hvað bæri að varast við stillingar.

Loks ræddi Vilhjálmur “praktísk” mál í sambandi við þessa tegund mótunar, m.a. aflþörf og sagðist alls ekki mæla með meira afli en 40 Wöttum. Hann ræddi einnig upplýsingagjöf í loftinu og sagðist ráðleggja mönnum fremur að svara spurningum heldur en senda út mikið magn upplýsinga, sem væri algengt. Alls mættu 29 félagsmenn í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Ívari Sigurjónssyni, TF3VS, fyrir heppnað erindi.

Fram kom m.a. hjá Vilhjálmi, að PSK-31 var fundið upp árið 1998 af pólskum radíóamatör, SP9VRC.

Skeljanesi 7. febrúar. Hluti fundarmanna sem hlýddi á erindi TF3VS um PSK-31 tegund mótunar.

Á glærunni mátti greinilega sjá hvernig sendir með PSK-31 tegund mótunar er rétt stilltur út í álag.

Hluti af QRP búnaði Vilhjálms Ívars, sem hann hefur haganlega komið fyrir í þar til gerðri burðartösku.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + 4 =