,

TF1RPB í Bláfjöllum í hvíld – uppfærð frétt

Icom IC-FR5000 25W VHF endurvarpi er tengdur við TF3RPI í Ljósheimum í Reykjavík.

Slökkt var á TF1RPB í Bláfjöllum í morgun, 13. febrúar, kl. 10:30. Endurvarpinn verður hafður í hvíld þar til gengið hefur verið úr skugga um að hann trufli örugglega ekki aðrar þjónustur.

Á meðan Bláfjöll verða úti, er TF3RPI sem er staðsettur í Ljósheimum í Reykjavík,til þjónustu. Hann notar tíðnirnar: 145.075 MHz (RX) og 145.675 MHz (TX). Notuð er 88,5 riða CTCSS tónlæsing líkt og til að opna varpann í Bláfjöllum. Hægt er að hlusta á sendingar frá TF3RPI í venjulegu viðtæki eða stöð, þ.e. ekki þarf að afkóða sendingar í móttöku.

Annar endurvarpi er einnig til þjónustu. Það er TF3RPA sem er staðsettur á Skálafelli. Hann notar tíðnirnar: 145.000 MHz (RX) og 145.600 MHz (TX). Ekki þarf að nota tónlæsingu á sendingu til að opna hann líkt og varpann í Ljósheimum.

Vakin er athygli á, að TF3RPC sem var staðsettur við Hagatorg í Reykjavík varð QRT vegna byggingaframkvæmda í húsinu þann 8. febrúar s.l. og verður QRT í a.m.k. tvo mánuði – þannig að það er eðlilegt að hann komi ekki inn.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði Harðarsyni, TF3WS; Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Benedikt Guðnasyni, TF3TNT, fyrir aðstoð í sambandi við mál endurvarpans í Bláfjöllum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 + two =