Entries by TF3JB

,

Spjall.ira.is

Eins og kynnt hefur verið á póstlista félagsins, setti TF3CY í gang nýtt spjallsvæði hér á heimasíðunni þann 19. desember s.l. Slóðin er: http//spjall.ira.is Tenging hefur verið gerð virk frá heimasíðunni (dálkur lengst til hægri). Svæðið skiptist annarsvegar í almennt spjall og hinsvegar í sérhæft spjall, samkvæmt eftirfarandi töflu: Almennt spjall Umræður Spjallið Hér má ræða um allt á milli himins […]

,

TF3ZA fer í ferðalag um Afríkulönd

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur lagt upp í sex mánaða bifreiðaferðalag um Afríkulönd. Um er að ræða 16 manna ferðahóp sem ferðast saman og notar uppgerðan 4X4 hertrukk af gerðinni Bedford MK. Hópurinn lét úr höfn með ferjunni Norröna frá Seyðisfirði í gær, miðviku- daginn 9. janúar og er takmarkið að enda ferðina í Cape […]

,

TF Í.R.A. QSL Bureau hreinsar út

Áramótaútsending korta frá TF Í.R.A. QSL Bureau (kortastofu) hefur farið fram. Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, QSL stjóri útsendra korta segir, að alls hafi farið sendingar á 130 kortastofur hjá landsfélögum radíóamatöra um allan heim í gær, mánudaginn 7. janúar. Að sögn Mathíasar, bíða þó tveir 2 kg. kassar til Þýskalands og Ítalíu sendingar (eftir nokkru viðbótarmagni korta). Þá hafi árið […]

,

ARRL RTTY Roundup frá TF3W gekk vel

Ársæll Óskarsson, TF3AO; Svanur Hjálmarsson, TF3FIN og Haraldur Þórðarson, TF3HP, virkjuðu félags- stöðina TF3W í ARRL Roundup RTTY keppninni helgina 5.- 6. janúar í Skeljanesi. Þeir félagar tóku þátt í fleirmenningsflokki/einn sendir/öll bönd/hámarksafl. Alls náðust 748 QSO og 106 margfaldarar í keppninni, sem gaf 79.288 heildarstig. ARRL RTTY Roundup er alþjóðleg 30 klukkustunda keppni, þar sem þátttaka er heimil […]

,

TF3W verður QRV í ARRL Roundup keppninni

Ársæll Óskarsson, TF3AO og Svanur Hjálmarsson, TF3FIN, munu virkja félagsstöðina TF3W í Skeljanesi í ARRL Roundup RTTY keppninni helgina 5.- 6. janúar n.k. “Roundup” er 30 klst. keppni þar sem þátttakendur mega mest vera QRV í 24 klukkustundir á keppnistímanum. Hún hefst kl. 18:00 á laugardag og lýkur kl. 24:00 á sunnudag. Að sögn Sæla, ráðgera þeir félagar að verða einkum […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin 2012, niðurstöður

Í janúarhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide WPX SSBkeppninni sem fór fram helgina 24.-25. mars 2012. Alls sendu sex TF-stöðvar inn gögn til keppnisnefndar, í fimm keppnisflokkum. Engin met voru slegin að þessu sinni enda skilyrði til fjarskipta afar erfið (einkum fyrri dag keppninnar) sem glögglega kemur fram í meðfylgjandi töflu. Sigurður […]

,

Vetrardagskrá Í.R.A. tímabilið janúar-maí 2013

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-maí 2013 liggur fyrir. Hún hefst að þessu sinni fimmtudaginn 24. janúar og lýkur fimmtudaginn 2. maí. Samkvæmt dagskránni verða alls í boði 20 viðburðir, þ.e. erindi, sunnudagsopnanir, hraðnámskeið, opið hús, sérstakur fimmtudagsfundur, DVD heimildarmynd og stöðutaka í morsi. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný um miðjan febrúar og lýkur í byrjun apríl. Ánægjulegt er að geta […]

,

Sérstakar heimildir á 4, 60 og 160 metrum

Að gefnu tilefni er vakin athygli leyfishafa á að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á neðangreindum tíðnisviðum, sem Póst- og fjarskiptastofnuni hefur nýlega úthlutað til tímabundinnar notkunar hér á landi: 1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013. 5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir […]

,

Skilafrestur í CQ TF er sunnudagur 30. desember

Skilafrestur efnis í janúarhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, 1. tbl. 2013 er nk. sunnudag, 30. desember. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annaðhvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Hér eru dæmi um nokkur atriði sem áhugavert væri að heyra um frá félögum okkar… Áhugavert samband í loftinu nýlega? […]