Entries by TF3JB

,

TF3EE, TF3JB og TF8GX með fimmtudagserindið

                Erling Guðnason, TF3EE; Jónas Bjarnason, TF3JB; og Guðlaugur Kristinn Jónsson, TF8GX flytja næsta erindi á vetrardagskrá félagsins, sem haldið verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:30 í félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Þeir félagar munu segja frá og kynna, í máli og myndum, stærstu árlegu amatörsýningarnar sem haldnar eru í heiminum, þ.e. Dayton Hamvention í Ohio í Bandaríkjunum, Ham […]

,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs gengur vel og var mikill hugur í þátttakendum þegar tíðindamaður leit við í kennslustofu V108 í Háskólanum í Reykjavík í gær, föstudaginn 6. apríl. Þá urðu kennaraskipti þegar Andrés Þórarinsson, TF3AM við við kennslu af Hauki Konráðssyni, TF3HK. Þetta var 15. kennslukvöldið (af 22), en námskeiðinu lýkur með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar laugardaginn 4. […]

,

Sunnudagsopnun frestast um viku

Áður auglýst sunnudagsopnun félagsaðstöðunnar sunnudaginn 7. apríl fellur niður, en verður þess í stað haldin viku síðar, þ.e. sunnudaginn 14. apríl kl. 10:30-12:00. Yngvi mun tala um reynslu sína af SteppIR 2E Yagi loftnetinu. Viðburðurinn verður auglýstur á ný þegar nær dregur.

,

CQ TF liggur nú frammi í Skeljanesi.

Félagsrit Í.R.A., CQ TF, hefur einvörðungu komið út á rafrænu formi frá og með 3. tölublaði í júlí 2012. Frá þeim tíma hefur blaðinu verið dreift til félagsmanna um tölvupóst í þokkalegum gæðum, en það síðan verið til niðurhals á vefsíðu blaðsins á heimasíðu félagsins í auknum gæðum, sem gera það mun flettivænna. Í ljósi óska og ábendinga frá […]

,

Söfnun fyrir nýjum RF magnara fyrir TF3IRA

Ágætu Í.R.A. félagar! Enn vantar nokkuð á að söfnunin fyrir nýjum HF magnara fyrir félagið okkar geti talist viðunandi. Þið, sem þegar hafið ákveðið að leggja þessu verkefni lið, en ekki enn komið því í verk að leggja inn eða millifæra einhverja upphæð á söfnunarreikninginn ættuð nú að reyna að finna tíma til þess. Athygli þeirra sem […]

, ,

Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða

Í aprílhefti CQ tímaritsins 2013 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 27.-28. október 2012. Þátttaka var ágæt frá TF og sendu 7 stöðvar inn keppnisdagbækur. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki og varð í 1. sæti yfir Evrópu og handhafi Evrópubikarsins. Þessi niðurstaða tryggði honum jafnframt 2. sæti […]

,

DVD heimildarmynd frá 3YØX á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til Peter I Island, 3YØX. Sýningartími myndarinnar er klukkustund og er sýningin í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SG. Leiðangursmenn höfðu alls 87,304 QSO á tæplega tveimur vikum í febrúar 2006. Önnur […]

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 18. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 18. maí 2013. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður „Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 27. gr. laganna þurfa tillögur að […]

, ,

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina

Talhluti CQ World-Wide WPX keppninnar 2013 fer fram um næstu helgi, 30.-31. mars n.k. Keppnin er tveggja sólahringa keppni og hefst kl. 00:00 laugardaginn 30. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudaginn 31. mars. Keppnin fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Í boði eru m.a. 8 einmenningsflokkar: Keppnisriðlar Keppnisflokkar Einmenningsflokkur (a) Allt að […]

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 28. mars, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur er fimmtudagurinn 4. apríl. Þá verður á dagskrá DVD heimildarmynd frá DX-leiðangri til 3YØX í boði TF5B í sýningarstjórn TF3SG (nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.