Entries by TF3JB

,

Vel heppnaður fimmtudagsfundur 14. mars

Sérstakur fimmtudagsfundur var haldinn í félagsaðstöðunni við Skeljanes þann 14. mars. Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF stjóri Í.R.A., hélt inngangserindi og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,gjaldkeri félagsins annaðist fundarstjórn. Kjartan gat þess í upphafi, að fundurinn skoðaðist sem sjálfstætt framhald af VHF/UHF fundinum sem haldinn var þann 24. janúar s.l. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til […]

,

Efni frá fimmtudagserindi TF3JB komið á vefinn

PowerPoint glærur frá fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF3JB, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars síðastliðinn hafa verið settar inn á vefsvæði fræðslukvölda heimasíðunnar. Erindið fjallar um “nýju” böndin svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Meðal annars var útskýrður munur á „réttarstöðu” sérheimilda samanborið við úthlutuð bönd (t.d. nýju 630 metrana), […]

,

Búnaður TF3APG endurnýjaður

Búnaður APRS stafavarpans TF3APG í Skeljanesi var nýlega endurnýjaður. Hann keyrir nú á Linux stýrikerfi, á Telenor IntelliOp Vehicle PC VPC010 tölvu sem notar notar nýjan APRXhugbúnað frá Matti Aarnio, OH2MQK (útgáfu 0.32). Þá hefur afl varpans verið aukið og notar hann nú Yaesu FTL-2007 stöð sem hefur 25W sendiafl á QRG 144.800 MHz. Það skal tekið fram, að þessar breytingar eru […]

,

Efni frá námskeiði Í.R.A. komið á vefinn

Athygli þátttakenda á námskeiði Í.R.A. til amatörprófs er vakin á því að PowerPoint glærur frá 8. kennslukvöldi sem fram fór 8. mars s.l., hafa verið settar inn á vefsvæði prófnefndar á heimasíðu félagsins. Kennari: Ágúst Úlfar Sigurðsson, TF3AU. Um er að ræða tvenn PowerPoint skjöl, þ.e. Námskeið Í.R.A., transistorar og Námskeið Í.R.A., díóður. Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/ Þakkir til Ágústs Úlfars […]

, ,

Alþjóðlega RDXC keppnin 2013

Russian DX Contest er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 16. mars og lýkur á sama tíma sunnudaginn 17. mars. Í boði er að keppa annaðhvort eða bæði (e. mixed), á CW eða SSB. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer (sem hefst á 001), en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) og tveggja bókstafa „oblast” kóða. Keppnin fer fram á 160-10 […]

,

Spennandi helgi framundan í Skeljanesi

                                  Þrír viðburðir verða í boði á vetrardagskrá Í.R.A. í félagsaðstöðunni í Skeljanesi um komandi helgi. Tveir verða í boði á laugardag. Sá fyrri er hraðnámskeið í keppnisdagbókarforritinu Win-Test (upprifjun-2). Yngvi Harðarson, TF3Y, leiðbeinir og hefst námskeiðið stundvíslega kl. 10 árdegis. Félagsmönnum […]

,

Sérstakur fimmtudagsfundur 14. mars

Í.R.A. boðar hér með til sérstaks fimmtudagsfundar í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 14. mars kl. 20:30 um skipulag VHF/UHF mála. Um er að ræða framhald fundar um sama málefni sem haldinnn var þann 24. janúar s.l. Dagskrá verður tvíþætt. Annarsvegar, inngangur Benedikts Guðnasonar, TF3TNT,VHF stjóra Í.R.A. og hinsvegar, umræður. Fundarstjóri verður Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri Í.R.A. Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn […]

,

TF3JB, TF3Y og TF3SA í Skeljanesi um helgina

Skemmtilegir viðburðir voru í boði á vetrardagskrá Í.R.A. helgina 7.-10. mars. Helgin hófst á hefðbundnu fimmtudagserindi, síðan var hraðnámskeið í gær (laugardag) og sunnudagsopnun í morgun, á messutíma. Samtals sóttu yfir 40 félagsmenn þessa þrjá viðburði. TF3JB flutti fimmtudagserindið þann 7. mars. Það fjallaði um „nýju böndin” svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Þá […]

,

TF3SA verður á 2. sunnudagsopnun vetrarins

2. sunnudagsopnun Í.R.A. á yfirstandandi vetrardagskrá verður haldin í félagsaðstöðunni í Skeljanesi sunnudaginn 10. mars n.k. Yfirskriftin er: „Félagar koma með morslykla sína í Skeljanes”. Stefán ætlar að koma með sex morslykla úr eigin safni og skorar á aðra félaga að taka sem flesta lykla með sér. Húsið opnar kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd […]

,

TF3Y verður á Win-Test námskeiði á laugardag

Í.R.A. gengst fyrir upprifjun-1 á notkun Win-Test keppnisdagbókarforritsins laugardaginn 9. mars n.k. kl. 10:00-12:00. Námskeiðið verður haldið í fjarskiptaherbergi TF3IRA í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Leiðbeinandi: Yngvi Harðarson, TF3Y. Félagsmönnum er bent á, að þetta er upplagt tækifæri fyrir fyrir þá, sem e.t.v. þurfa smávægilega upprifjun, eða hafa spurningar um grundvallarþætti í notkun forritsins. Þeir sem lengra eru komnir, myndu e.t.v. frekar mæta á […]