,

Próf til amatörleyfis 26. maí

Amatörpróf verða haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu M119, laugardaginn 26. maí 2018 sem hér segir:

10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni
13:00 – 15:00 Reglur og viðskipti
15:30 Prófsýning

Almenn skráning í próf fer fram með tölvupósti, sem senda skal á bæði þessi netföng:

hrh@pfs.is bjarni@pfs.is

hjá Póst- og fjarskiptastofnun, með efnisorðinu “prófskráning”. ÍRA sendir inn lista fyrir þá sem eru skráðir á námskeiðið, sem er nú í gangi.

Eftirfarandi úrræði, annað eða hvoru tveggja og varða lestur, eru í boði ef um þau er beðið með 2ja daga fyrirvara með því að hringja í Villa TF3DX í síma 567 4013.

a) litaður pappír, fölgrænn eða drapplitur
b) stækkun í A3

1) notið einfaldar reiknivélar, sem augljóslega (!!) geta ekki geymt gögn. Engin gögn eru leyfð.
2) hafið með ykkur blýanta, strokleður og reglustiku (!) sem hentar reiknigrafi.
3) endanleg einkunn kemur frá Póst- og fjarskiptastofnun á uppgefið netfang, annars heimilisfang.
4) gætið þess að hvoru tveggja sé greinilega (!!) skrifað.
5) engum rissblöðum er útbýtt, notið auðu hliðar prófblaðanna.

Prófnefnd ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twelve + twenty =