,

Radíóvitar QRV á 4 og 6 metrum

TF1VHF QRV

Radíóvitarnir TF1VHF fóru í loftið í dag, 12. maí 2018. QRG er 50.457 MHz á 6 metrum og 70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Mýrar í Borgarfirði.

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, fjármagnaði og stóð straum af kostnaði við verkefnið. TF1A, TF3SUT og TF3-Ø33 aðstoðuðu Ólaf við uppsetningu og frágang.

Fljótlega verður skýrt frekar frá málinu á þessum vettvangi, en Ólafur segir að í bígerð sé ennfremur uppsetning á radíóvita á 2 metrum.

Ljóst er, að hér hefur verið unnið stórvirki á vettvangi áhugamáls okkar. Stjórn ÍRA óskar Ólafi og félögum til hamingju með daginn.

(Ljósmynd: TF1A).

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 7 =