Entries by TF3JB

,

ÁNÆGJA MEÐ HRAÐNÁMSKEIÐ í Skeljanesi

Óskar Sverrisson, TF3DC, leiðbeindi á nýju hraðnámskeiði: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ sem var haldið í Skeljanesi laugardaginn 17. nóvember. Námskeiðið er hugsað til að hjálpa leyfishöfum sem eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf til að byrja í loftinu. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt allra […]

,

“Flott, fræðandi og gaman” í Skeljanesi

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A mætti í Skeljanes 15. nóvember og hélt erindi undir heitinu: „Þetta FT8 sem er svo vinsælt um þessar mundir“. Ari svipti leyndardómnum röggsamlega af þessari „nýju“ tegund útgeislunar sem hefur náð gríðarlegri útbreiðslu undanfarið eitt og hálft ár. Hann sýndi okkur hve bráðsnjallt og aðgengilegt stafrænt forrit K1JT er fyrir FT8, […]

,

Farið í loftið með leiðbeinanda

Nýtt og spennandi hraðnámskeið verður í boði laugardaginn 17. nóvember kl. 10-12. Það nefnist: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“. Farið verður í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi – á CW, SSB eða FT8 – allt eftir óskum þeirra sem mæta. Námskeiðið er hugsað til að hjálpa þeim leyfishöfum sem eru með nýtt […]

,

Ari TF1A verður í Skeljanesi á fimmtudag

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A í Skeljanes með erindi um: „Þetta FT8 sem er svo vinsælt um þessar mundir“. Hann sviptir leyndardómnum af þessari „nýju“ tegund útgeislunar sem hefur náð gríðarlegri útbreiðslu á meðal leyfishafa um allan heim á skömmum tíma og […]

,

ERINDI SÆMUNDAR TF3UA UM FLUTNINGSLÍNUR

Sæmundur Þorsteinsson TF3UA mætti í Skeljanes fimmtudaginn 8. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Flutningslínur“. Fram kom í upphafi, að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets, yfirleitt í báðar áttir. Fram kom einnig, að flutningslínur þykja lítt áhugaverðar þegar bylgjulengdin er miklu lengri en línan sjálf. […]

,

TF3UA VERÐUR Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður haldið fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:30. Þá mætir Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA, í Skeljanes með erindi um „Flutningslínur“. Þess má geta að fæðilínur eru jöfnum höndum kallaðar flutningslínur og flytja afl (merki) á milli sendis og loftnets – yfirleitt í báðar áttir. Sæmundur mun einnig ræða skyld atriði er varða […]

,

SÓFAUMRÆÐUR Á SÓLRÍKUM SUNNUDEGI

Jónas Bjarnson TF3JB mætti í Skeljanes 4. nóvember og leiddi sófaumræður á sunnudegi um reglugerðarumhverfi radíóamatöra og WRC-19 (e. World Rado Conference). Hann opnaði umfjöllunina með erindi sem skiptist í inngang og fimm stutta kafla: • Settar reglugerðir 1947-2017. • Helstu breytingar á þessu tímabili skv. reglugerðum, reglum og sérákvörðunum. • Umsóknir ÍRA til Póst- […]

,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa stofunnar í dag, laugardaginn 3. nóvember. Þrír leyfishafar koma að þessu sinni inn með sérmerkt hólf: TF1OL – Ólafur Örn Ólafsson. TF3VE – Sigmundur Kalsson. TF8YY – Garðar Valberg Sveinsson. Mathías sagði að nú væru alls 110 félagar með merkt hólf. […]

,

Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum

Andrés Þórarinsson TF3AM mætti í Skeljanes fimmtudaginn 1. nóvember og hélt erindi undir heitinu „Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum“. Andrés opnaði kvöldið með fljúgandi góðum inngangi í máli og myndum um jeppa og fjallabíla utan alfaraleiðar og bestan loftnetsbúnað til fjarskipta innanlands á lágu böndunum, 80, 60 og 40 metrum. Síðan fór hann yfir loftnetafræðina og mismunandi […]

,

Sófaumræður á sunnudegi í Skeljanesi

Næsti liður á vetrardagskrá ÍRA í Skeljanesi eru sófaumræður á sunnudegi. Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 4. nóvember og er yfirskriftin: “Reglugerðarumhverfi radíóamatöra á Íslandi í 70 ár og WRC-19”. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffiveitingar. Um sunnudagsopnanir. Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á […]