MYNDBAND Í SKELJANESI FIMMTUDAG, 21. FEBR.
Fimmtudaginn 21. febrúar verður sýnt nýtt DVD myndband frá DX-leiðangri til Miðbaugs Gíneu og Annoban, 3C3W & 3CØW sem margir TF leyfishafar náðu sambandi við.
Í myndbandinu er áhugaverð frásögn frá ferðum þeirra YL1ZF, YL2GM og YL2KL til þessara DXCC landa í febrúar og mars 2018. Skemmtileg og fróðleg innsýn í ferðir af þessu tagi.
Þeir félagar hafa verið heiðraðir fyrir vel heppnaðar ferðir, m.a. af SWODXA, The Intrepid DX Group og GDXF, sem „DXpedition of The Year“, „The Intrepid DX Group Award“ og „GDXF Trophy Best DXpedition“.
Góðar kaffiveitingar verða í boði í Skeljanesi og DX-umræður. Viðburðurinn er í boði Óskars Sverrissonar, TF3DC.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!