Entries by TF3JB

,

MIKIL ÁNÆGJA MEÐ JÓLAKAFFI ÍRA

Jólakaffi ÍRA 2018 var haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 20. desember og var það síðasta opnunarkvöld í Skeljanesi á þessu ári. Í boði voru rjómatertur frá Reyni bakara, stundum kenndar við Hressingarskálann í Reykjavík (Hressó) og af dönskum uppruna. Síðan voru flatkökur frá Kökugerð HP á Selfossi með taðreyktu hangiáleggi frá Kjarnafæði á Svalbarðseyri, brúnar og […]

,

JÓLAKAFFI ÍRA VERÐUR Á FIMMTUDAG

Síðasti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er jólakaffi félagsins sem haldið verður í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. desember. Veglegar kaffiveitingar. Húsið verður opnað kl. 20:00 að venju. Þetta verður jafnframt síðasta opnun félagsaðstöðunnar á þessu ári en hún verður næst opin fimmtudaginn 3. janúar 2019.

,

Frábær APRS laugardagur í Skeljanesi

Líkt og fram kom í lok APRS erindis Guðmundur Sigurðssonar TF3GS, s.l. fimmtudagskvöld, bauðst Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A til að lána strax, búnað til að gera félagsstöðina QRV á APRS. Og í dag, laugardaginn 15. desember varð sambyggð stafavarpa- og internetgátt fyrir skilaboða- og ferilvöktunarkerfið APRS (e. Automatic Packet Reporting System) QRV frá fjarskiptaaðstöðu ÍRA […]

,

Guðmundur TF3GS var með erindi um APRS

Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 13. desember og flutti erindi um APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (e. Automatic Packet Reporting System). Hann sagði okkur á lifandi hátt frá APRS sem var fundið var upp og þróað af bandarískum radíóamatör, Robert E. Bruinga WB4APR sem smíðaði og gangsetti fyrsta APRS kerfið fyrir 36 árum (1982), […]

,

TF3GS verður í Skeljanesi á fimmtudag

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 13. desember kl. 20:30. Þá mætir Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, í Skeljanes með erindi um APRS. APRS er skammstöfun fyrir „Automatic Packet Reporting System“ og hefur verið þýtt sem skilaboða- og ferilvöktunarkerfi. Aðstaða fyrir sambyggða stafvarpa- og internetgátt fyrir APRS var fyrst útbúin í Skeljanesi 7. apríl […]

,

ÁRAMÓTAHREINSUN HJÁ TF íRA QSL BUREAU

Áramótaútsending korta frá TF ÍRA QSL Bureau (kortastofu) fer að þessu sinni fram mánudaginn 14. janúar 2019. Áramótaútsending er í raun, þegar nánast öll kort sem safnast hafa upp hjá stofunni, (t.d. til smærri staða) eru “hreinsuð upp” og póstlögð til systurstofnana landsfélaga radíóamatörfélaga um allan heim. Síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2018/2019 er fimmtudagskvöldið 3. […]

,

TF3ML gerði upp árið á 50 MHz

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 6. desember með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“. Ólafur flutti skemmtilegt, afar fróðlegt og myndrænt erindi um stórverkefni sumarsins sem var uppsetning stærsta 50 MHz loftnets hér á landi hingað til, þ.e. 24 elementa – fjögurra samfasaðra 6 elementa einsbands Yagi loftneta. […]

,

6 METRAR „Á STERUM“ – ÁRIÐ 2018 GERT UPP

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 6. desember kl. 20:30. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML í Skeljanes með erindið „6 metrar á sterum – árið 2018 gert upp“. Sumarið 2018 var viðburðarríkt hjá Ólafi, en þá reisti hann m.a. stærsta 50 MHz loftnet sem sést hefur hér á landi – staðsett […]

,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Þrennt var í gangi í félagsaðstöðunni í gær, laugardaginn 1. desember. Elín TF2EQ og Árni Freyr TF8RN settu nýja kallmerkið TF3YOTA í loftið og höfðu nær 100 QSO. Þau voru sammála um að móttökur hafi verið góðar og höfðu m.a. sambönd við fjölda annarra kallmerkja sem enda á „YOTA“. Á neðri hæðinni var haldið áfram […]