Author Archive for: TF3JB
About TF3JB
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that TF3JB contributed 2405 entries already.
Entries by TF3JB
GÓÐ FIMMTUDAGSSTEMNING Í SKELJANESI
Það var opið hús í Skeljanesi fimmtudaginn 24. janúar. Þrátt fyrir vetrarfærð í höfuðborginni var góð mæting. Christine Duez, K4KJN var gestur okkar. Hún mætti með DMR (Digital Mobile Radio) handstöðina sína, en var upplýst um að við værum enn ekki með endurvarpa fyrir þá tegund útgeislunar. Christine er áhugasöm um neyðarfjarskipti og er m.a. […]
Fimmtudagur í Skeljanesi-opið hús 24. jan.
Opið hús verður í Skeljanesi fimmtudaginn 24. janúar kl. 20-22. Opin málaskrá, kaffi & kex og góður félagsskapur. Vetrardagskrá 2019 hefst síðan fimmtudaginn 7. febrúar n.k.
Elín TF2EQ er nýr ungmennafulltrúi ÍRA
Á stjórnafundi í félaginu þann 16. janúar var Elín Sigurðardóttir, TF2EQ skipuð í embætti ungmennafulltrúa ÍRA. Elín fluttist erlendis nú um áramótin, en hefur tekið að sér að móta nýtt embætti ungmennafulltrúa sem er verðmætt verkefni til framtíðar. Elín mun m.a. annast samskipti við Lisu Leenders, PA2LS sem er Youth Coordinator í IARU Svæði 1. […]
FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI – opið hús 17. jan.
Opið hús verður í Skeljanesi fimmtudaginn 17. janúar kl. 20-22. Opin málaskrá, kaffi og kex og góður félagsskapur. Vetrardagskrá 2019 hefst síðan á fullu 7. febrúar n.k.
ný SÍÐA UM: „TIL SÖLU“ og „ÓSKAST KEYPT“
Fyrir skömmu var rætt á Facebook um þörf á vettvangi þar sem menn geta sett inn auglýsingar um amatörstöðvar og/eða búnað til sölu – eða óskað eftir að kaupa slíkt dót. Nú hefur Ágúst, TF3OM, sett upp Facebook síðu fyrir okkur sem kemur til móts við þessar þarfir. Nýja síðan heitir „Flóamarkaður Radíóamatöra“. Ágúst skrifar […]
FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI – OPIÐ HÚS
Opið hús verður í Skeljanesi fimmtudaginn 10. janúar frá kl. 20. Opin málaskrá, ilmandi kaffi og góður félagsskapur. Vetrardagskrá 2019 hefst síðan 31. janúar n.k.
NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS FEBRÚAR-MAÍ 2019
Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 12. febrúar n.k. og ljúki með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar 11. maí. Kennt verður tvo daga í viku í húsnæði Háskólans í Reykjavík, […]
MÆLINGAR OG PÆLINGAR Í SKELJANESI Í JANÚAR
Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A mætti með mælitækin í Skeljanes laugardaginn 5. janúar. Að þessu sinni voru sérstaklega til skoðunar gæði í sendingum á einhliðarbandsmótun (SSB) frá nokkrum þekktum amatörstöðvum á 14 MHz. Þessar stöðvar voru: ELECRAFT KX-2, ICOM IC-706, IC-7300 og IC-7620, KENWOOD TS-2000 og YAESU FT-1000. Allar stöðvarnar stóðust lágmarkskröfur. Ari Þórólfur hefur til […]
