Guðmundur TF3GS var með erindi um APRS
Guðmundur Sigurðsson, TF3GS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 13. desember og flutti erindi um APRS skilaboða- og ferilvöktunarkerfið (e. Automatic Packet Reporting System). Hann sagði okkur á lifandi hátt frá APRS sem var fundið var upp og þróað af bandarískum radíóamatör, Robert E. Bruinga WB4APR sem smíðaði og gangsetti fyrsta APRS kerfið fyrir 36 árum (1982), […]
