Entries by TF3JB

,

Sunnudagur: Sófaumræður í Skeljanesi

Jónas Bjarnason TF3JB mætir í sófaumræður sunnudaginn 31. mars kl. 10:30 og er yfirskriftin: „DX sambönd og hvernig best og fljótvirkast er staðið að öflun QSL korta“. Húsið verður opnað kl. 10 árdegis. Miðað er við að dagskrá verði tæmd á hádegi. Kaffi og kaffibrauð frá Björnsbakaríi. Um sunnudagsopnanir. Sunnudagsopnanir hafa verið skýrðar á þann […]

,

TF1A og TF3EY kynntu endurvarpa 28. mars

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes 28. mars og flutti erindi um endurvarpa.   Ari hefur hefur góða þekkingu á umfjöllunarefninu og veitti okkur áhugaverða innsýn í þennan tækniheim sem gerir okkur kleift að nota VHF/UHF stöðvar til sambanda yfir langar vegalengdir innanlands. Hann útskýrði vel hvernig samtenging endurvarpa á VHF og UHF gerir […]

,

ERINDI TF1A UM ENDURVARPA VERÐUR 28. MARS

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 28. mars kl. 20:30. Þá mætir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A í Skeljanes með erindið: „Endurvarpar“. Ari hefur mikla reynslu af uppsetningu, viðhaldi og notkun endurvarpa. Hann hefur árum saman unnið við endurvarpa félagsins, fyrst í félagi við Sigurð Harðarson, TF3WS og síðar einsamall og með Guðmundi […]

,

TF3OM: 55 ÁR LÍÐA FLJÓTT SEM RADÍÓAMATÖR

Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 21. mars og flutti erindið „Radíóamatör í meira en 50 ár, reynslusögur úr áhugamálinu frá barnsaldri…“. Ágústi tókst mjög vel upp og sagði skemmtilega frá áhugamálinu sem hófst þegar á unga aldri. Hann lýsir fyrstu kynnum sínum eftirfarandi: „Fyrstu minningarnar frá því er ég sá rafmagn í […]

,

LEYFISHAFI Í 55 ÁR, ERINDI TF3OM ER 21. MARS

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA verður í boði fimmtudaginn 21. mars kl. 20:30. Þá mætir Ágúst H. Bjarnason, TF3OM, í Skeljanes með erindið „Radíóamatör í meir en 50 ár, reynslusögur úr áhugamálinu frá barnsaldri…“. Ágúst er handhafi leyfisbréfs nr. 45 og hefur verið radíóamatör í rúmlega hálfa öld. Hann hefur frá mörgu forvitnilegu að segja […]

,

EFNI Í CQ TF, FJÓRIR DAGAR TIL STEFNU

Skilafrestur á efni í CQ TF rennur út á miðvikudag, 20. mars. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73 – Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, ritstjóri CQ TF.

,

FULLBÓKAÐ Á HRAÐNÁMSKEIÐ ÍRA Í SKELJANESI

Hraðnámskeiðið „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“ byrjaði í morgun, 16. mars kl. 10:15. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu – hvort heldur þeir eru með nýtt eða nýlegt leyfisbréf eða eldri leyfishafar. Hugmyndin er að skapa andrúmsloft sem er afslappað þar sem menn geta spurt spurninga og […]

,

TF3VS KYNNTI LOGGER32 DAGBÓKARFORRITIÐ

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, mætti í Skeljanes fimmtudaginn 14. mars og flutti erindið “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”. Hann kynnti forritið og fór yfir uppsetningu þess. Hann sýndi vel hve einfalt og öflugt það er, jafnframt því að vera aðgengilegt fyrir venjulegan leyfishafa að laga að eigin þörfum – án þess að þurfa […]

,

NÁMSKEIÐ: FARIÐ Í LOFTIÐ MEÐ LEIÐBEINANDA

Spennandi hraðnámskeið verður í boði á ný laugardaginn 16. mars kl. 10-12:30. Það nefnist: „Fyrstu skrefin, farið í loftið með leiðbeinanda“. Farið verður í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins í Skeljanesi – á CW, SSB eða FT8, allt eftir óskum þátttakenda. Námskeiðið er hugsað til að aðstoða menn við að byrja í loftinu, hvort heldur þeir […]

,

TF3VS er með erindi í Skeljanesi 14. mars

Næsta erindi á vetrardagskrá ÍRA er erindi Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS. Erindið nefnir hann “Logger32 dagbókarforritið; auknar vinsældir – nýir möguleikar”. Vilhjálmur mun kynna forritið, sem hvorutveggja er öflugt og fjölhæft og mun fara yfir og útskýra uppsetningu þess. Hver og einn leyfishafi getur t.d. auðveldlega lagað það að eigin þörfum. Hann mun sérstaklega fara […]