,

ÁKVÖRÐUN PFS NR. 17/2019 VAR KYNNT

Efnt var til kynningar- og umræðufundar í Skeljanesi 5. september í tilefni bráðabirgðaákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 17/2019.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, formaður EMC nefndar félagsins hafði framsögu og fór yfir ákvörðunina, sem varðar kvörtun vegna truflana frá radíóamatör á sjónvarpsmóttöku og gæðum nettengingar hjá nágranna hans.

Við mælingar tæknideildar PFS á vettvangi var truflunin staðfest. Ekki kemur fram að búnaði leyfishafa sé áfátt, en ýmislegt fannst sem betur mátti fara hjá nágrannanum, sem m.a. varðar VDSL fastlínusamband (tengingar í götuskáp), aðrar tengingar og tækjabúnað hans.

Málið er ekki einfalt, því sem dæmi kemur m.a. fram, að radíóamatörinn var beðin um að vera ekki í loftinu í eina viku (sem hann samþykkti), en á þeim tíma komu áfram fram truflanir hjá nágrannanum.

Stjórn ÍRA mun ráðfæra sig við EMC nefnd félagsins og stefnt er að því að birta umfjöllun um málið í heild í næsta hefti CQ TF sem kemur út 29. september n.k.

Alls mættu 30 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þetta fróðlega fimmtudagskvöld.

Skeljanesi 5. september. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA formaður EMC nefndar ÍRA fór yfir og ræddi bráðabirgðaákvörðun PFS nr. 17/2019. Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Einar Kjartansson TF3EK, Snorri Ingimarsson TF3IK og Georg Kulp TF3GZ.
Sæmundur svaraði fjölmörgum spurningum félagsmanna um málið. Frá vinstri: Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Einar Kjartansson TF3EK, Snorri Ingimarsson TF3IK, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Georg Kulp TF3GZ.
Góð mæting var á fundinn og voru félagsmenn dreifðir um fundarsalinn eins og sjá má á myndinni. Frá vinstri: Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Snorri Ingimarsson TF3IK, Georg Kulp TF3GZ, Gunnar Helgason TF3-017, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL, Kristján Benediktsson TF3KB, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Mathías Hagvaag TF3MH.
Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL, Ársæll Óskarsson TF3AO, Jón Björnsson TF3PW, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Yngvi Harðarson TF3Y.
Góður gestur heimsótti félagið 5. september. Það var Nina Riehtmüller DL2GRC. Henni á hægri hönd er Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og á vinstri hönd, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS. Hún er í heimsókn hér á landi ásamt OM Holger Riehtmüller DL8SCU og syni þeirra. Hún sagði fjölskyldan væri mjög hrifin af íslenskri náttúru auk þess sem þau hafi verið heppin með að sjá mikla norðurljósavirkni. Nina hafði m.a. sambönd um nýjan búnað TF3IRA til fjarskipta um Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið er varð þar með fyrsti YL radíóamatörinn sem hefur samband um tunglið frá TF. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 4 =