Entries by TF3JB

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 12. NÓVEMBER

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næsta fimmtudag, 12. nóvember vegna Covid-19. Vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra 16. nóvember n.k. (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 19. nóvember n.k. Stjórn félagsins […]

,

VIÐURKENNINGAR RADÍÓAMATÖRA

Uppfærð staða fyrir nokkrar af eftirsóttustu viðurkenningum radíóamatöra: CQ 5 banda Worked All Zones (5BWAZ):TF3DC: 174 svæði; TF4M: 188 svæði og TF5B: 158 svæði. CQ WPX Award of Excellence:TF3Y (ásm. sérviðurkenningum fyrir 12, 17m, 30M) og TF8GX. CQ USA COUNTIES AWARD:TF4M (USA-500) og TF5B (USA-500). ARRL DXCC 5 banda DXCC (5BDXCC):TF3DC; TF3JB; TF3Y og TF4M. […]

,

GÓÐ SKILYRÐI ÁFRAM Á HF

Skilyrðin á HF hafa verið áhugaverð að undanförnu. Hærri böndin hafa lifnað og 12 metra bandið var t.d. opið í gær (6. nóvember) og 10 metrarnir við það að opnast. Flux‘inn (SFI) stóð í 94 í morgun (7. nóvember) og er sama gildi spáð fyrir tvo næstu daga, sunnudag og mánudag. Þetta hæsta gildi sem […]

,

BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR LIGGJA FYRIR

CQ World Wide DX SSB keppnin fór fram 24.-25. október s.l. 7 TF stöðvar skiluðu gögnum, 4 í jafn mörgum keppnisflokkum og 3 samanburðar-dagbókum (check-log). Bráðabirgðaniðurstöður (e. raw scores) liggja fyrir frá keppnisnefnd samkvæmt áætlaðri stöðu í viðkomandi keppnisflokki yfir heiminn (H) og áætlaðri stöðu yfir Evrópu (EU). Endanlegar niðurstöður verða birtar í maíhefti CQ […]

,

CQ WW DX SSB KEPPNIN 2020

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin fór fram 24.-25. október s.l. Gögnum var skilað inn fyrir 7 TF kallmerki í 4 keppnisflokkum, auk samanburðardagbóka: TF8TY, einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl.TF3T, einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl.TF8KY, einmenningsflokkur, öll bönd, háafl.TF2MSN, einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl. TF3IRA (TF3DC op.), samanburðardagbók (check-log).  TF3SG, samanburðardagbók (check-log).TF3VS, samanburðardagbók (check-log). Bráðabirgðaniðurstöður munu liggja fyrir […]

,

SKILYRÐIN, HÆSTA GILDI Í 3 ÁR

Skilyrðin á HF hafa verið áhugaverð að undanförnu. Hærri böndin ættu að lifna frekar næstu daga, en Flux‘inn (SFI) stendur í 88 í dag (29. október). Spáð er sama gildi fyrir tvo næstu daga, föstudag og laugardag. Þetta hæsta gildi í þrjú ár! Sólblettafjöldi stendur í dag í 36 samanborið við 22 í gær og […]

,

QSL KORT FYRIR TF3WARD

Í byrjun mánaðarins hannaði Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS nýtt QSL kort fyrir kallmerki ÍRA, TF3WARD og var Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins með í ráðum. Ákveðið var að prenta upplag af kortinu til bráðabirgða til að afgreiða fyrirliggjandi beiðnir og fékk Mathías kortin afhent í dag, 28. október. Ársæll Óskarsson, TF3AO mun síðan hafa […]

,

SKILYRÐASPÁ FYRIR HELGINA

Stærsta keppnishelgi ársins er framundan, CQ WW DX SSB keppnin 2020. Nýjasta skilyrðaspáin frá NOAA er ekki beint uppörvandi því hún gerir ráð fyrir 5 í K-gildi. Það jákvæða í stöðunni er þó, að eldri spár höfðu spáð segulstormi (þ.e. K-6 og hærra). Bjartsýnisviðhorfið er að spár ganga ekki alltaf eftir. https://www.swpc.noaa.gov/products/27-day-outlook-107-cm-radio-flux-and-geomagnetic-indices

,

ÁFRAM LOKAÐ Í SKELJANESI

Stjórn félagsins hefur ákveðið að félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verði lokuð næstu þrjá fimmtudaga, þ.e. 22. og 29. október og 5. nóvember n.k. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi á morgun, 20. október með […]

,

STÆRSTA KEPPNI ÁRSINS FRAMUNDAN

CQ WOLRD WIDE DX SSB keppnin 2020 er framundan, helgina 24.-25. október n.k. Þetta er stærsta SSB keppni ársins og er búist við allt að 50 þúsund þátttakendum. Reiknað er með, að vegna batnandi skilyrða og fyrir áhrif COVID-19 verði met þátttaka í ár. Um er að ræða 48 klst. viðburð sem hefst kl. 00:00 […]