Entries by TF3JB

,

SKELJANES FIMMTUDAG 2. DESEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 2. desember. Þetta var þriðja opnunarkvöldið í röð með grímuskyldu og án kaffiveitinga, enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin 4. bylgja kórónaveirunnar. Góðar umræður og ágætt opnunarkvöld, enda næg umræðuefni þegar áhugamálið er annars vegar. Þakkir til Hans Konrads Kristjánssonar, TF3FG sem færði okkur […]

,

NÝJUNG Á HEIMASÍÐU ÍRA

Opnunarsíða heimasíðunnar hefur verið uppfærð. Í dálknum hægra megin er ný fyrirsögn: SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ. Þar undir eru vefslóðir á SDR viðtækin fjögur hér á landi sem eru í boði yfir netið, þ.e. Bláfjöll, Bjargtanga, Raufarhöfn og Perluna. Aðeins neðar er fyrirsögnin TENGLAR. Þar undir eru vefslóðir á þrjár nýjustu ársskýrslur félagsins og þar […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. DESEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 2. desember frá kl. 20-22:00. Athugið að grímuskylda er í húsnæðinu. Kaffiveitingar verða ekki í boði. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og  QSL herbergi verða opin, en fjöldi félaga þar er takmarkaður. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi gildandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – en sér í […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 23.-29. nóvember 2021. Samskonar samantektir hafa verið gerðar í átta skipti fyrr á þessu ári. Alls fengu 16 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW) og tali […]

,

GÓÐAR UMRÆÐUR 25. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 25. nóvember. Þetta var annað opnunarkvöldið í röð í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni. Góðar umræður voru í félagsaðstöðunni fram til […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐA ÍRA 25. NÓVEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 25. nóvember frá kl. 20:00. Athugið að grímuskylda er í húsnæðinu. Fjarskiptaherbergi TF3IRA verður opið en mest 3 samtímis og  QSL herbergi en mest 2 samtímis. Kaffiveitingar verða ekki í boði. Þessar kröfur eru gerðar í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna Covod-19 – en sér […]

,

VERÐSKRÁ QSL STOFU HÆKKAR 1. DESEMBER

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA QSL Bureau hefur tilkynnt stjórn félagsins um fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá stofunnar. Forsendur hafa verið skoðaðar og hefur verið ákveðið að kostnaður fyrir hvert kort hækki frá og með 1. desember 2021 í 12 krónur. Gjaldskráin hækkaði síðast 15. apríl 2019, úr 9,50 í 10 krónur fyrir hvert QSL […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021 Á MORSI

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 27.-28. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]

,

ÍRA FÆRT LISTAVERK AÐ GJÖF

75 ára afmæli félagsins Íslenskir radíóamatörar, ÍRA. Afmælisgjöf frá ORG – Ættfræðiþjónustunni ehf. Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., afhenti Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA listaverk í tilefni 75 ára afmælis félagsins í Skeljanesi 17. nóvember s.l. Afhending fór fram að viðstaddri stjórn ÍRA. Verkið ber nafnið „Bylgjur“ og er eftir listamanninn Lúkas Kárason. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 18. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. nóvember. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni. Menn áttu þó góða stund í félagsaðstöðunni enda ætíð […]