,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 10. MARS

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 10. mars frá kl. 20:00. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin.

Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffi og veglegt meðlæti.

Þess er farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Fjögurra staka OptiBeam OB4-20OWA loftnet TF3IRA í Skeljanesi er fyrir 14 MHz tíðnisviðið. Rótor er frá Pro.Sis.Tel., gerð PST-61. Fæðilína er „Hardline 1/2“ frá Andrews. Fjarskiptavirkið var sett upp 25. nóvember 2018. Fjölmargir félagsmenn komu að verki, en að öðrum ólöstuðum innti Georg Magnússon TF2LL langsamlega mesta vinnu af hendi við verkefnið. Ljósmyndin var tekin 7. mars 2022. Mynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 4 =