Entries by Jón Þóroddur Jónsson

,

VUSHF næsta sumar í Kalundborg

Tilvalið að byrja á HAM RADIO í Friedrichshafen 1-3 júní, taka síðan lest eða keyra norður til Kalundborgar í Danmörku og koma við í Óðinsvéum á Fjóni í höfuðstöðvum EDR. Þar rétt hjá í göngufæri býr Ómar Magnusson TF3WK/OZ1OM Vísun á Örbylgjuleika Norðurlandanna næsta sumar í Danmörku Örbylguleikar í Danmörku næsta sumar

,

Sensa hýsir heimasíðu ÍRA

Fyrir stuttu var undirritaður samningur við SENSA um hýsingu og ráðgjöf við heimasíðu félagsins. Gamla heimasíðan var til skamms tíma vistuð hjá 1984 ehf. og þökkum við fyrirtækinu fyrir góða þjónustu um árabil. Gamla síðan var um nokkurn tíma vistuð á vegum TF3CE í Ármúlaskóla og þökkum við Árna Ómari, TF3CE, fyrir alla hans vinnu […]

,

Nýr radíóamatör, Sigurður TF9SSB á Sauðárkróki

Nýju leyfishafarnir tínast inn, í síðustu viku fékk Sigurður Sigurðsson, TF9SSB, skírteinið sitt. Sigurður býr á Sauðárkróki, við bjóðum Sigurð velkominn í loftið og bíðum spenntir eftir að heyra í honum á 80 metrunum frá Sauðárkróki.   Mælifellshnjúkurinn er 1147 metra hár staðsettur innarlega í Skagafjarðarsveit. Víðsýnt er af hnjúknum um hálendi Íslands og héraðið […]