,

18. APRÍL ER ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

.

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 99 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Svo skemmtilega vill til að Alþjóðadagur radíóamatöra, „World Amateur Radio Day“ fellur í ár á fimmtudaginn 18. apríl og verður félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi opin fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20:00 til kl. 22:00.

Sérstakt kallmerki félagsins, TF3WARD verður virkjað í tilefni dagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta og taka í hljóðnema eða morslykil í fjarskiptaherbergi félagsins. Veglegar kaffiveitingar í tilefni alþjóðadagsins.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + sixteen =