,

Vita- og vitaskipahelgin er 17.-18. ágúst

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin fer fram um næstkomandi helgi, 17.-18. ágúst og er tveggja sólarhringa viðburður. Miðað er við, að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni vita hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.

Þegar þetta er skrifað (í lok dags, þann 14. ágúst) hefur einn íslenskur viti verið skráður á heimasíðu www.illw.net/  Knarrarósviti (ÍS-0001), sem er í um 5 km fjarlægð frá Stokkseyri. Kallmerkið TF1IRA verður notað.

Í tölvupósti til félagsins segir Sæli TF3AO m.a.: „Við, þessir sem hafa stundað Knarrarósvita í fjöldamörg ár, verðum á laugardeginum á sama stað og venjulega…gerum ráð fyrir að verða komnir um hádegi og að verða eitthvað fram á kvöldið. Auðvitað allir velkomnir í spjall og fara í loftið ef skilyrði leyfa. Ekki víst að við verðum með veglegar kaffiveitingar, en kannski kaffilögg í bolla verði í boði. Svanur, TF3AB, er svona forkólfur og getur veitt mönnum upplýsingar, símleiðis eða á Facebook“.

Stjórn ÍRA óskar þeim félögum góðs gengis.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × one =