ELÍN TF2EQ ER Á YOTA 2019 í BÚLGARÍU
9. sumarbúðamót YOTA (Youngsters On The Air) ungra radíóamatöra hófst í gær (sunnudag) og stendur til 17. ágúst. Mótið er haldið í bænum Bankya (Банкя) í útjaðri höfuðborgarinnar, Sófíu. Ungmennafulltrúi ÍRA, Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, er á staðnum.
Að sögn Elínar, eru þátttakendur yfir 80 talsins m.a. frá öðrum Norðurlöndum og víðsvegar að úr Evrópu. BFRA, landsfélag radíóamatöra í Búlgaríu, stendur fyrir mótinu. Elín segir, að dagskrá BFRA sé mjög vönduð og vel að öllu staðið, bæði í gistingu og mat sem er í boði félagsins.
Hún verður m.a. með kynningu um ÍRA og Ísland og ætlar að vera QRV frá sameiginlegri stöð á staðnum, LZ19YOTA og segir, að það væri gaman að hafa QSO heim.
Stjórn ÍRA þakkar Elínu og sendir sumarkveðjur til Bankya.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!