
Flóamarkaður ÍRA að vori 2023 fór fram 7. maí í Skeljanesi og var haldinn samtímis í félagsaðstöðunni og yfir netið. Notað var forritið „Google Meet“ og voru félagsmenn veftengdir á Suðurlandi, Vesturlandi, Norðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.
Markaðurinn var tvískiptur. Annars vegar var tækjum og búnaði stillt upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar fór fram uppboð samtímis á staðnum og yfir netið. Alls voru boðin upp 29 númer og seldust 25. Margir gerðu reyfarakaup og fóru viðskipti einnig fram fyrir og eftir uppboðið.
Seldar voru m.a. HF sendi-/móttökustöðvar frá Kenwood og Yaesu, auk Yaesu „All mode“ V/UHF heimastöðvar og Icom „All mode“ 50 MHz heimastöðvar. Ennfremur mælitæki og loftnet fyrir heimahús á VHF/UHF og HF, þ.m.t. magnetísk lúppa (fyrir 3-15MHz). Einnig Hamstick og Hustler bílloftnet fyrir 80M, 60M og sambyggð bílnet fyrir 80-4M frá Wilson. Og heyrnartól, netbeinar, öryggismyndavélar og samstæðir hátalarar.
Alls tóku 40 manns þátt í viðburðinum, 31 þátttakandi var á staðnum og 9 tengdir yfir netið.
Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna og sérstakar þakkir til þeirra Vilhjálms Í. Sigurjónssonar uppboðshaldara og Jóns Björnssonar, TF3PW tæknistjóra sem stóðu sig með afbrigðum vel.
Stjórn ÍRA.








Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!