,

UPPFÆRSLU LOKIÐ HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa kortastofunnar sunnudaginn 26. ágúst. Hann lét þess getið, að eftir að tiltekt lauk á efri hæðinni fyrr í mánuðinum, hafi hann ekki getað láti sitt eftir liggja og drifið í að uppfæra merkingarnar.

Alls eiga 107 kallmerki/hlustmerki nú merkt hólf hjá kortastofunni. Mathías sagðist vilja geta þess að kallmerki fái sérmerkt hólf um leið og kort byrja að berast. Pósthólf ÍRA væri tæmt vikulega (á miðvikudögum) og eru sendingar flokkaðar strax sama dag.

Félagsmenn geti því gengið að því sem vísu að þegar þeir koma í félagsaðstöðuna á fimmtudagskvöldi, að hafi borist kortasending daginn áður, þá bíði þeirra ný kort á staðnum.

Aðspurður, sagðist Mathías vera mjög ánægður með viðbrögð félagsmanna við grein hans í 2. tbl. CQ TF 2018, sem fjallaði almennt um QSL Bureau og kortastofu ÍRA og þá þjónustu þar er í boði til félagsmanna.
Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri kortastofu ÍRA. Myndin var tekin í Skeljanesi sunnudaginn 26. ágúst þegar vinnu við uppfærslu merkinga var lokið. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 14 =