,

TF3RPC í Reykjavík QRV á ný

Hustler G6-144B loftnetið komið upp og tengt við TF3RPC. Ljósmynd: TF3WS

Endurvarpi félagsins við Hagatorg í Reykjavík, TF3RPC, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS, tengdi stöðina í morgun (15. júní) og var “Einar” fullbúinn um kl. 10:30. Prófanir lofa góðu og í öllum tilvikum virðast merkin góð.

Vegna breytinga í húsnæðinu þar sem endurvarpinn hefur aðstöðu, þurfti að færa stöðina til. Jákvæð áhrif breytingarinnar eru m.a. styttri fæðilína sem nú er aðeins um 6 metrar að lengd. Vinnutíðnir TF3RPC: 145.175 MHz RX / 145.775MHz TX.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði Harðarsyni, TF3WS, fyrir aðstoð við tengingu endurvarpans. Einnig Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI, fyrir aðstoð við prófanir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 1 =