,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 1. desember

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA.

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er erindi Jóns Þórodds Jónssonar TF3JA neyðarfjarskiptastjóra Í.R.A.
fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 20:30 í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið fjallar um neyðarfjarskipti
radíóamatöra. Sérstakir gestir Jóns Þórodds á fundinum verða Rögnvaldur Ólafsson lögreglufulltrúi og verkefna-
stjóri og Víðir Reynisson deildarstjóri, báðir starfsmenn Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra (RLR).

Rögnvaldur Ólafsson

Víðir Reynisson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri og Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR.

Stjórn Í.R.A. undirbýr um þessar mundir mótun stefnu félagsins í málaflokknum. Grundvöllur þeirrar vinnu er að Í.R.A.
viðurkennir mikilvægi neyðarfjarskipta. Um árabil hefur málaflokkurinn þó ekki verið sérstaklega til umfjöllunar innan
félagsins. Samkvæmt því þarfnast hann kynningar og tíma til umræðu og mótunar á meðal félagsmanna.

Undirstaða þess að hægt sé að fara út í kynningu á málaflokknum út fyrir raðir félagsmanna, er að fyrir liggi hugsan-
leg aðkoma íslenskra radíóamatöra að neyðarfjarskiptum í landinu. Í annan stað, er mikilvægt að fyrir liggi (að stærst-
um hluta) hvað það er sem félagið telur sig hafa fram að færa í þessum efnum. Jón Þóroddur mun m.a. ræða þessa
þætti og skýra frá hugmyndum sínum hvað varðar málaflokkinn í heild.

Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × three =